Suðurhlíðarskóli
Suðurhlíðarskóli
Suðurhlíðarskóli

Umsjónarkennari á yngsta stigi

Kennari á yngsta stigi óskast - sveitaskóli í borginni

Það er leikur að læra. Við erum 8 hressir krakkar í 1.-2. bekk sem þurfum að fá góða manneskju til að kenna okkur.
Laus er til umsóknar staða umsjónarkennara á yngsta stigi í 100% stöðuhlutfall skólaárið 2024-2025. Möguleiki á lægri prósentu ef hentar betur.
Mjög góð glæný vinnuaðstaða fyrir kennara og umhverfið frábært sem býður upp á mikla útivist og útikennslu.

Suðurhlíðarskóli er sjálfstætt starfandi grunnskóli, staðsettur í Suðurhlíð 36. Nemendur skólans eru 60 talsins, í 1.-10. bekk með samkennslu á yngsta og miðstigi. Nándin er því mikil og allir þekkja alla, eins og sætur sveitaskóli í borginni.
Í skólanum er lögð áhersla á skapandi skólastarf, nám við hæfi hvers og eins, samfélagsþjónustunám og teymisvinnu kennara.
Einkunnarorð skólans eru ábyrgð, þátttaka og þjónusta.

Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem býr yfir frumkvæði og góðri fagþekkingu á skólastarfi og skólaþróun og vill vinna í góðu og jákvæðu umhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Annast kennslu á yngsta stigi í samráði við skólastjórnendur, aðra kennara og foreldra.
  • Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við foreldra og fagfólk.
  • Vinna að þróun skólastarfs með samstarfsmönnum og stjórnendum.
  • Vinna samkvæmt stefnu skólans og tekur þátt í skólaþróunarvinnu.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Mjög góð íslenskukunnátta
  • Leyfi til að nota starfsheitið kennari
  • Menntun og hæfni til kennslu
  • Áhugi á að starfa með ungum börnum
  • Faglegur metnaður, frumkvæði í starfi og áhugi á skólaþróun
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi
Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur25. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Suðurhlíð 36, 105 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar