Ungbarnaleikskólinn Bríetartún
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún
Ungbarnaleikskólinn Bríetartún

Leikskólakennari / leiðbeinandi

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í ungbarnaleikskóla í Bríetartúni / Hallgerðargötu.
Báðir Leikskólar eru í nýju húsnæði og er öll aðstaða til fyrirmyndar. Í vor fengu börn og starfsfólk leikskólans viðurkenningu sem réttindaskóli Unicef og erum við stolt af því.
Við leitum að leikskólakennara/ leiðbeinanda í teymið okkar sem hefur metnað og löngun til að skapa börnum ögrandi og hvetjandi námsumhverfi og vinna að áframhaldandi þróun leikskólastarfs með fjölbreyttum hópi barna og starfsfólks.
Einkunnarorð leikskólans eru: Umhyggja - gleði - vinátta
Störfin eru laus nú þegar eða eftir samkomulagi.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf kennara
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Góð íslenskukunnátta
Fríðindi í starfi
  • Forgangur í leikskóla fyrir börn starfsmanna
  • Menningarkort
  • Vinnustytting
  • Lægri leikskólagjöld í Reykjavík fyrir starfsmenn
  • Samgöngustyrkur
  • Sundkort
Auglýsing birt16. október 2024
Umsóknarfrestur22. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Bríetartún 11, 105 Reykjavík
Hallgerðargata 11b
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar