Suðurnesjabær
Suðurnesjabær

Sérfræðingur á velferðarsviði

Suðurnesjabær óskar eftir að ráða starfsmanna í nýtt teymi á velferðarsviði sveitarfélagsins, Miðjan. Um er að ræða 100% stöðugildi og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Miðjan sinnir stuðningsþjónusta fyrir börn, unglinga og fjölskyldur þeirra. Þar er lögð áhersla á að þróa og bjóða þjónustu sem uppfyllir þarfir og væntingar þjónustunotenda með áherslu á heildstæða og samfellda þjónustu fyrir börn á aldrinum 0-18 ára.

Suðurnesjabær vinnur m.a. eftir lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna og hefur undanfarin ár þróað verklag sem styður við snemmtækan stuðning í þjónustu við leik- og grunnskólabörn. Sveitarfélagið leggur áhersla á samstarf, teymisvinnu, góðan starfsanda og tækifæri fyrir starfsfólk til að efla sig í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg málavinnsla út frá lögum og þjónustu sveitarfélagsins.
  • Málsstjórn í stuðningsteymum vegna farsældar barna.
  • Vinna með fjölskyldum; viðtöl, og stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra.
  • Þróun og skipulagning á fjölbreyttum úrræðum og námskeiðum.
  • Foreldrafræðslu, uppeldisráðgjöf og skilnaðarráðgjöf.
  • Ráðgjöf, þjálfun og handleiðsla við starfsfólks sem sinnir einstaklingsstuðningi.
  • Sinnir úttektum og leyfisveitingum í samráði við Gæða- og eftirlitsstofnun.
  • Markvisst samstarf og teymisvinna við stofnanir út frá farsældarlögum.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunnmenntun (BA/BS) á háskólastig sem nýtist í starfi s.s. uppeldis- og menntunarfræðum eða sálfræði
  • Þekking og reynsla af sambærilegu starfi kostur.
  • Þekking og reynsla af viðtalstækni er æskileg.
  • Þekking og vinnsla með greiningartæki er kostur.
  • Þekking á PMTO foreldrafærni er kostur.
  • Áhugi á að vinna að velferð fólks.
  • Jákvætt viðmót og góð samstarfs- og samskiptahæfni.
  • Góða almenn tungumála og tölvukunnátta.
  • Hæfni til að tjá sig á pólsku er kostur.
  • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og góðir skipulagshæfileikar.
Auglýsing birt11. október 2024
Umsóknarfrestur27. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Miðnestorg 3, 245 Sandgerði
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar