Garðabær
Garðabær
Garðabær

Sjálandsskóli auglýsir eftir forfallakennara

Sjálandsskóli er heildstæður grunnskóli í Garðabæ með 270 nemendum og um 60 starfsmenn. Starfsmenn skólans vinna saman að því að byggja upp skólastarf sem einkennist af vilja og virðingu og hafa hag nemenda að leiðarljósi. Í skólanum er unnið metnaðarfullt starf og lögð áhersla á samvinnu, jákvæði samskipti og teymiskennslu. Góður starfsandi ríkir í skólanum og boðið er upp á gott starfsumhverfi. Nánari upplýsingar um skólann má finna á heimasíðu skólans www.sjalandsskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Tilfallandi stundakennsla / forfallakennsla skólaárið 2024-2025
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf fylgi umsókn)*
  • Að lágmarki 90 námseiningar á einu námssviði aðalnámskrár og menntunarfræði grunnskóla
  • Lipurð og færni í mannlegum samskiptum ásamt metnaði í starfi
  • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
  • Áhugi á skólaþróun
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Góð tölvukunnátta
  • Reynsla af starfi í grunnskóla og/eða starfi með börnum er æskileg

*Fáist ekki kennari með leyfisbréf til kennslu,þrátt fyrir endurtekna auglýsingu, kemur til greina að ráða háskólamenntaðan einstakling tímabundið til starfa sbr. lög nr. 95/2019.

Auglýsing birt16. október 2024
Umsóknarfrestur30. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Garðatorg 7, 210 Garðabær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.Skipulag
Starfsgreinar
Starfsmerkingar