Leikskólinn Stakkaborg
Leikskólinn Stakkaborg

Kennarar

Kennarar óskast til starfa í leikskólanum Stakkaborg frá næstu áramótum, 1. janúar 2025.

Um áramótin stækkum við Stakkaborgina og þá gefst kennurum tækifæri til að bætast í hóp ört stækkandi faghóps starfsmanna Stakkaborgar.

Leikskólinn verður þá 100 barna leikskóli með áherslu á flæði, tónlist, hreyfingu og vináttu. Einkunnarorð leikskólans eru gleði- hreyfing - vinátta. Við erum með flottan starfsmannahóp og hlökkum til að takast á við stækkun skólans.

Við erum öflugur hópur sem vinnur með bestu börn borgarinnar og erum alltaf að takast á við eitthvað nýtt og skemmtilegt. Hver dagur er ævintýri og við lærum alla daga nýja þekkingu og þjálfumst í leik og starfi.

Leikskólinn er staðsettur miðsvæðið í Reykjavík, við Bólstaðahlíð 38, við erum með fallegan garð og með stækkandi skóla kemur útikennslusvæði, smíðasvæði, eldstæði og fallegt trjáumhverfi sem gefur ýmis tækifæri til leiks og lærdóms.

Stakkaborg verður 5 deilda leikskóli með áherlsu á leikinn.

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Helstu verkefni og ábyrgð

Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara.

Að vera hópstjóri barna á einni af deildum leikskólans undir handleiðslu kennara. 

 

Menntunar- og hæfniskröfur

Leikskólakennaramenntun / Leyfisbréf kennara

Mjög góð íslenskukunnátta Stig B2 í Evrópska tungumálarammanum https://www.rannis.is/media/islenskukennsla/Evropski-tungumalaramminn.pdf

Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg

Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður

Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð

Fríðindi í starfi

Frábærir samstarfsmenn :-)

Samgöngustyrkur

Frír hádegimatur

Sundkort

Menningarkort

36 stunda vinnuvika

Auglýsing birt15. október 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Bólstaðarhlíð 38, 105 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.Kennsla
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar