Leikskólinn Suðurborg
Leikskólinn Suðurborg

Leikskólakennari/leiðbeinandi Suðurborg

Leikskólakennari/leiðbeinandi óskast til starfa í leikskólann Suðurborg, Suðurhólar 19, 111. Starfið er laust nú þegar.

Um er að ræða starf með börnum á aldrinum 1-3 ára eða 3-6 ára. Suðurborg er 6 deilda leikskóli og þar dvelja 106 börn.

Við leitum að skapandi og áhugasömu fólki með margvíslega menntun, reynslu og þekkingu sem hefur áhuga á að vinna með ungum börnum. Starfið í leikskólanum Suðurborg er fjölbreytt, skemmtilegt og krefjandi, enginn dagur er eins en á hverjum degi getum við sameinast um að leggja dýrmætan grunn að þekkingu og þroska barna.

Í leikskólanum er lögð áhersla á stuðning við jákvæða hegðun (PBS) og að efla mál og læsi. Leikskólinn er auk þess sérhæfður leikskóli fyrir börn með einhverfu þar sem áherslan er á atferlisíhlutun.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Að vinna að uppeldi og menntun leikskólabarna samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara, þ.m.t. að taka þátt í skipulagningu faglegs starfs og foreldrasamstarfi undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Leikskólakennaramenntun eða önnur menntun
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum með ungum börnum æskileg.
  • Frumkvæði í starfi og faglegur metnaður.
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum.
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Íslenskukunnátta B1 samkvæmt samevrópska tungumálarammanum.
Fríðindi í starfi
  •  Menningarkort – bókasafnskort
  •  Samgöngustyrkur
  •  Heilsuræktarstyrkur
  •  36 stunda vinnuvika fyrir fullt starf
  •  Sundkort
Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur29. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Suðurhólar 19, 111 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.KennariPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögð
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar