Leikskólinn Sunnuás
Leikskólinn Sunnuás

Sérkennsla/Atferlisþjálfun

Einstaklingur með háskólamenntun á sviði leikskólasérkennslu, þroskaþjálfunar eða BS í sálfræði óskast til starfa við sérkennslu/atferlisþjálfun í leikskólanum Sunnuási.

Við óskum eftir starfsmönnum í krefjandi og spennandi starf. m.a. er um að ræða atferlisþjálfun barns með einhverfu. Starfsmaðurinn fær leiðsögn við að beita aðferðum hagnýtrar atferlisgreiningar við þjálfun barnsins. Markviss ráðgjöf og eftirfylgd í starfi auk námskeiða á vegum Greiningarstöðvar. Unnið er í nánu samstarfi við sérkennslustjóra, foreldra, atferlisráðgjafa og samstarfsfólk í leikskólanum.
Sunnuás er 6 deilda leikskóli sem er staðsettur við Laugarásveg 77. Börnin eru á aldrinum 1 til 6 ára. Leikskólinn Sunnuás leggur áherslu á viðurkennandi samskipti, umhverfismennt og sköpun. Einkunnarorð leikskólans eru virðing -sköpun -gleði.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Agnes Ólafsdóttir: agnes.olafsdottir01@reykjavik.is
Helstu verkefni og ábyrgð

Að veita barni sérkennslu/atferlisþjálfun.
Að veita barni með sérþarfir leiðsögn og stuðning.
Að eiga samstarf við foreldra, fagaðila og aðra ráðgjafa.
Að vinna einstaklingsnámskrá og fylgja henni eftir.
Að sinna þeim verkefnum er varða sérkennslu, og öðrum störfum innan leikskólans, sem yfirmaður felur honum.

Menntunar- og hæfniskröfur

Leikskólasérkennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, Bs.c í sálfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi. 

Reynsla af sérkennslu æskileg. Reynsla og þekking á atferlisþjálfun æskileg. Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð. Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi. Góð íslenskukunnátta

Fríðindi í starfi
  • 36 stunda vinnuvika miðað við fullt starf
  • Frítt í sund í allar sundlaugar í Reykjavík
  • Íþróttastyrkur eftir 6 mánuði í starfi
  • Frítt á söfn í Reykjavík og Borgarbókasafnið
  • Boðið er upp á heitan mat í hádeginu, morgunmat og síðdegishressingu.
Auglýsing birt8. október 2024
Umsóknarfrestur22. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Laugarásvegur 77, 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.Hreint sakavottorðPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Umönnun (barna/aldraðra/fatlaðra)
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar