

Lagerstarf í virkjunum ON
Við leitum að drífandi og lausnamiðuðum aðila til að sinna fjölbreyttum lagerstörfum á virkjanasvæðum Orku náttúrunnar.
Orka náttúrunnar er leiðandi afl í umhverfisvænum orkuskiptum á Íslandi. Í virkjunum okkar á Hellisheiði, Nesjavöllum og við Andakílsá framleiðum við rafmagn til allra landsmanna og heitt vatn fyrir höfuðborgarsvæðið.
Í starfinu felst lykilhlutverk við að tryggja gott flæði verkefna, allt frá undirbúningi til verkloka.
- Yfirsýn yfir lagerstöðu og þjónusta við notendur lagersins
- Að tryggja hæfilegt magn og aðgengi að rekstrarvörum og varahlutum virkjanareksturs
- Utanumhald pantana, móttaka og afgreiðsla á lager
- Umsjón með að skráningar í lagerkerfi séu uppfærðar og áreiðanlegar
- Þátttaka í umbótarverkefnum sem snúa að bættu öryggi, hagsýni og framsýni í rekstri
Reynsla af lagerstörfum er ótvíræður kostur og lyftararéttindi sömuleiðis.
Við teljum góða tölvufærni mikilvæga til þess að ná árangri í starfinu og þekking á Dynamics 365 Finance & Operations er mikill kostur.
Starfið krefst skipulagshæfni, frumkvæði og samskiptafærni í bland við ríka þjónustulund og umbótahugsun.
Ef þú tengir við þessa eiginleika og býrð að reynslu sem getur nýst í starfinu þá hvetjum við þig til að sækja um starfið.
Umsókn um starfið skal fylgja ferilskrá.












