Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma ehf.

Teymisstjóri vélarmanna í pökkunardeild/Packaging Mechanic Team Lead

Coripharma í Hafnarfirði óskar eftir jákvæðum og áreiðanlegum einstaklingi til að ganga til liðs við fyrirtækið sem teymisstjóri vélarmanna í pökkunardeild.

Teymisstjóri vélarmanna ber ábyrgð á að leiða teymi vélamanna á hverri vakt og hefur yfirsýn yfir stöðu véla og verkefna í samræmi við áætlun. Viðkomandi hefur þó ekki bein mannaforráð en stýrir verkefnum teymisins.

Við leitum að einstaklingi sem getur unnið bæði sjálfstætt og í teymi. Pökkunardeildin sér um pökkun lyfja í þynnur og glös samkvæmt ströngum gæðakröfum. Notaðar eru sérhæfðar vélar sem sjá um pökkun taflna og hylkja í viðeigandi umbúðir.

Um er að ræða vaktavinnu á þrískiptum vöktum, þar sem unnið er á dag-, kvöld- og næturvöktum, frá mánudegi til föstudags.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Uppsetning og stillingar á pökkunarvélum fyrir og eftir pökkunarlotur
  • Umsýsla með íhluti og viðhald verkfæra
  • Þátttaka í ferlavinnu, uppfærsla á stillingum á vélum, prófanir á nýjum vörum og umbúðum
  • Þjálfun nýrra starfsmanna og uppfærsla/gerð þjálfunarefnis
  • Þátttaka í umbótaverkefnum innan deildarinnar


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðnmenntun eða sambærileg menntun er æskileg en ekki skilyrði
  • Reynsla úr framleiðslu, pökkun eða svipaðri starfsemi er kostur
  • Reynsla af vinnu með flóknar vélar er kostur
  • Góður tæknilegur skilningur og hæfni til að tileinka sér nýja tækni
  • Nákvæmni, stundvísi og áreiðanleiki
  • Jákvæðni og góð hæfni í samskiptum og samvinnu


Fríðindi

  • Mötuneyti

Coripharma er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja. Hjá Coripharma starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka menntun og bakgrunn. Í dag starfa um 220 einstaklingar hjá fyrirtækinu.

Frá því félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 26 lyfjum og er með 21 ný lyf í þróun. Nánari Upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

//

Coripharma in Hafnarfjörður is looking for a positive and reliable individual to join our team as a Packaging Mechanic Team Lead in the Packaging Department.

The Packaging Mechanic Team Lead is responsible for leading the team of packaging mechanics on each shift and overseeing the overall status of machines and tasks according to the packaging plan. The role does not include direct personnel management but involves coordinating and guiding the team’s daily activities.

We are looking for someone who can work independently as well as collaboratively within a team. The packaging department is responsible for the packaging of medicines in blisters and bottles according to strict quality standards. The machinery used is specialized for packaging tablets and capsules into appropriate formats.

This is a shift-based position with a three-shift rotation, including day, evening, and night shifts from Monday to Friday.


Tasks and responsibilities

  • Responsible for configuration and setup of packaging machines between batches
  • Participate in component handling and tooling maintenance
  • Contribute to process development, including updating machine programs and testing new products, packaging formats, and materials
  • Act as a trainer for new employees and assist in maintaining and developing training materials
  • Participate in continuous improvement projects


Education and qualification requirements

  • Vocational or technical education is desirable but not required
  • Experience in manufacturing, packaging, or a similar industry is an advantage
  • Experience working with complex machinery is an advantage
  • Ability to understand and operate complex technical equipment
  • Punctuality and reliability
  • Accuracy and attention to detail
  • Positive attitude and good collaboration skills


Benefits

  • Canteen

Coripharma is an Icelandic innovation-driven pharmaceutical company in rapid growth, specializing in the development, manufacturing, and export of generic medicines. The company employs a diverse group of professionals with different educational and professional backgrounds. Today, approximately 220 people work at Coripharma.

Since the company began operations in 2018, it has launched the production of 26 medicines and has 21 new products in development. More information about Coripharma can be found at www.coripharma.is.

Applications should include a CV and a cover letter explaining the motivation for applying and the applicant’s qualifications for the position.

Auglýsing birt16. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Valkvætt
Meðalhæfni
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.BílvélaviðgerðirPathCreated with Sketch.TæknifræðingurPathCreated with Sketch.Verkfræðingur
Starfsgreinar
Starfsmerkingar