Coripharma ehf.
Coripharma ehf.
Coripharma ehf.

Rýnir í pökkunardeild Coripharma

Við leitum að nákvæmum og áreiðanlegum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugt teymi í pökkunardeild Coripharma. Pökkunardeildin er hluti af framleiðslusviði og gegnir lykilhlutverki í því að tryggja að lyf séu pökkuð samkvæmt ströngustu gæðakröfum.

Starfið felst aðallega í yfirferð og rýni gagna sem tengjast pökkun lyfja, skjölun gagna, eftirlit og samskipti við aðrar deildir fyrirtækisins, auk tilfallandi verkefna innan deildarinnar.

Þetta er frábært tækifæri fyrir einstakling sem vill vinna í skipulögðu og vönduðu starfsumhverfi þar sem nákvæmni og samvinna skipta lykilmáli.


Helstu verkefni og ábyrgð

  • Yfirfara og rýna pökkunarlotugögn (batch records)
  • Skrá niðurstöður pökkunar í ERP-kerfi
  • Samskipti við vaktstjóra og aðrar deildir vegna lotugagna og skráninga, meðal annars gæðadeild
  • Eftirfylgni og skráning á Right First Time mælikvarða (KPI)
  • Önnur tilfallandi verkefni tengd starfseminni


Menntunar- og hæfniskröfur

  • Stúdentspróf eða önnur sambærileg menntun er æskileg
  • Reynsla af sambærilegum störfum er kostur
  • Góð tölvukunnátta og hæfni til að vinna í upplýsingakerfum
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku, bæði í ræðu og riti
  • Skipulögð vinnubrögð, nákvæmni og sjálfstæði í starfi
  • Góð samskipta- og samvinnuhæfni


Fríðindi

  • Mötuneyti

Coripharma er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki í örum vexti sem sérhæfir sig í þróun, framleiðslu og útflutningi samheitalyfja. Hjá Coripharma starfar fjölbreyttur hópur einstaklinga með ólíka menntun og bakgrunn. Í dag starfa um 220 einstaklingar hjá fyrirtækinu.

Frá því félagið hóf starfsemi árið 2018 hefur það hafið framleiðslu á 26 lyfjum og er með 21 ný lyf í þróun. Nánari Upplýsingar um Coripharma má finna á www.coripharma.is

Með umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að gegna starfinu rökstudd.

Auglýsing birt16. október 2025
Umsóknarfrestur26. október 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Reykjavíkurvegur 76, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar