Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur
Grímsnes- og Grafningshreppur

Kerhólsskóli auglýsir stöðu Sérkennara / Þroskaþjálfa

Kerhólsskóli auglýsir stöðu Sérkennara / Þroskaþjálfa í sameiginlegan leik- og grunnskóla skólaárið 2024-2025.

Um er að ræða tímabundna stöðu í eitt ár með möguleika á áframhaldandi ráðningu.

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðeigandi stéttarfélags.

Umsókn um störfin skal fylgja skrá yfir menntun og starfsferil og afrit af leyfisbréfi, kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingar um umsagnaraðila. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.

Umsóknarfrestur er til og með 5. ágúst 2024. Nánari upplýsingar veitir Sigrún Hreiðarsdóttir, skólastjóri í síma 480-5520 og sigrun@kerholsskoli.is Umsóknir sendist á netfangið sigrun@kerholsskoli.is

Helstu verkefni og ábyrgð

·         Starfar í teymi sem vinnur þverfaglega á báðum skólastigum.

·         Aðstoðar með vinnu við einstaklingsnámskrár og námsmat.

·         Önnur verkefni sem yfirmaður felur.

Menntunar- og hæfniskröfur

·         Leyfisbréf sem kennari / þroskaþjálfi.

·         Frumkvæði og hæfni til að skipuleggja nám í fjölbreyttum nemendahópi þar sem allir fá að njóta sín á eigin forsendum.

·         Mjög góð hæfni í samskiptum, jákvæðni og sveigjanleiki í starfi.

·         Færni í að vinna í teymum og að fjölbreyttum verkefnum.

·         Þekking á Uppeldi til ábyrgðar.

·         Góð íslenskukunnátta.

Fríðindi í starfi

Akstursstyrkur

Auglýsing stofnuð28. júní 2024
Umsóknarfrestur5. ágúst 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Stjórnsýsluhúsið Borg, 805 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar