

ÍF auglýsir eftir íþróttafulltrúa
Afleysing starfsmanns í fæðingarorlofi til áramóta, en með möguleika á framtíðar ráðningu.
Íþróttasamband fatlaðra (ÍF) leitar að drífandi einstaklingi sem hefur gaman af því að koma hlutum í verk og vinna í skapandi og sveigjanlegu umhverfi. Hjá ÍF færðu að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum þar sem kvik Verkefnastjórnun (e. agile) er lykillinn að árangri. Ef þú hefur metnað, góða samskiptahæfni og brennur fyrir skipulagi og skilvirkni, þá viljum við endilega heyra frá þér!
ÍF veitir fjölbreytta þjónustu á sviði íþrótta fyrir íþróttafélög sem hafa íþróttir fyrir fatlaða í sinni starfsemi. ÍF skipuleggur íþróttamót og ýmsa aðra viðburði sem tengdir eru íþróttum. ÍF er eitt af sérsamböndum ÍSÍ. ÍF er einnig í góðu samstarfi við önnur sérsambönd innan raða íþróttahreyfingarinnar á Íslandi.
Starfsfólk ÍF er um 5 talsins, með fjölbreyttan bakgrunn og á það sameiginlegt að hafa gaman í vinnunni. Við trúum á frjótt og opið vinnuumhverfi þar sem starfsfólk hefur rödd og áhrif. Starfsánægjan er mikil, andinn er góður og við viljum fá ferskar hugmyndir frá nýjum liðsfélaga. Við erum í spennandi vegferð við að auka samrekstur og samstarf innan íþróttahreyfingarinnar. Það má gera með því að bæta tæknilega innviði og skapa umhverfi sem styður við aukna sjálfvirkni og samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar, allt í þágu þeirra sem hún þjónustar.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Leiða verkefni og bera ábyrgð á framgangi þeirra
- Vinna við skilgreiningu, afmörkun og skipulagningu verkefna í kvikri nálgun
- Annast upplýsingagjöf til innri og ytri hagsmunaaðila
Menntunar- og hæfnikröfur:
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi
- Menntun í íþróttafræði og/eða verkefnastjórnun er kostur
- Önnur þekking sem nýtist í starfi er kostur
- Sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og skipulagshæfni
- Metnaður til að ná árangri og hæfni til að tileinka sér nýjungar og breytingar
- Þekking og/eða reynsla af kvikri verkefnastjórnun (e. agile) er kostur
- Þjónustulund, rík samskiptahæfni og hæfni í teymisvinnu
- Góð kunnátta í íslensku og ensku í ræðu og riti
Umsóknarfrestur er til og með 21. mars 2025. Umsókn sendist á [email protected] og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf, hvort tveggja á íslensku, þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi.
Áhugasamir einstaklingar eru hvattir til að sækja um. Laun eru samkvæmt kjarasamningi VR og hlutaðeigandi stéttarfélags.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Nánari upplýsingar veitir Jón Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri afreks- og fjármálasviðs ÍF ([email protected]) og í síma 514 4080.













