
Orkubú Vestfjarða
Orkubú Vestfjarða ohf. býr að áratuga reynslu við virkjun vatnsafls og jarðhita og dreifingu og sölu raforku. Fyrirtækið á og rekur orkuver og raforkustöðvar til raforkuframleiðslu, ásamt nauðsynlegum mannvirkjum til raforkuflutnings og raforkudreifingar, jarðvarmavirki og fjarvarmakyndistöðvar ásamt nauðsynlegu dreifikerfi. Fyrirtækið var stofnað þann 26. ágúst 1977 og var þá sameignarfélag sveitarfélaga á Vestfjörðum og ríkisins. Fyrirtækið hóf formlega starfsemi þann 1. janúar 1978. Orkubú Vestfjarða ohf. var stofnað á grundvelli laga sem samþykkt voru á Alþingi 2001. Frá árinu 2002 hefur Orkubú Vestfjarða ohf. verið að fullu í eigu ríkisins.

Svæðisstjóri
Orkubú Vestfjarða leitar að starfsmanni til að stýra öflugum vinnuflokki sem er með höfuðstöðvar á Hólmavík. Starfssvæðið er stórt, allt frá Hrútafjarðarbotni, norður Strandir í Árneshrepp, Reykhólahreppur og Ísafjarðardjúp að hluta.
Viðkomandi mun stýra samhentum vinnuflokki veitusviðs Orkubús Vestfjarða sem hefur sínar höfuðstöðvar á Hólmavík. Fram undan eru stór verkefni á svæðinu. Orkubúið stefnir að byggingu nýrrar virkjunar í Selárdal í Steingrímsfirði á næstu árum, auk þess sem áfram er unnið að því að færa dreifikerfi Orkubúsins úr loftlínum í jarðstrengi.
Starfið er mjög fjölbreytt og kemur svæðisstjóri að skipulagningu allra verkefna á svæðinu sem snúa að nýframkvæmdum, viðhaldi og endurnýjun í dreifikerfum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg stjórnun verkefna.
- Gerð framkvæmdaáætlunar í samráði við framkvæmdastjóra veitusviðs.
- Verkefnastjórnun og samskipti við hagaðila.
- Stjórnun vinnuflokks veitusviðs.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í rafvirkjun.
- Rafmagnstæknifræðingur eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.
- Reynsla af veitustarfssemi er mikill kostur.
- Reynsla af verkefnastýringu.
- Leiðtogahæfni og hæfni í mannlegum samskiptum.
- Frumkvæði, jákvæðni og metnaður í starfi.
- Færni í skipulagningu verka ásamt skipulögðum vinnubrögðum.
- Geta til að vinna sjálfstætt sem og í hópi.
- Góð almenn tölvukunnátta.
Auglýsing birt18. mars 2025
Umsóknarfrestur2. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Skeiði 142017, 510 Hólmavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Almennur starfsmaður óskast í Fiskimjölsverksmiðju Brims á Vopnafirði
Brim hf.

Orkubú Vestfjarða - Rafvirki
Orkubú Vestfjarða ohf

Verkefnastjóri þátttöku barna
UNICEF á Íslandi

Tæknisvið Securitas á Austurlandi
Securitas

Sérfræðingur í iðntölvustýringum
Héðinn

Flotastjóri
Skeljungur ehf

HR Business Partner
CCP Games

Rafvirki í Hafnarfirði
HS Veitur hf

Kennarar við Tækniskólann - raftæknigreinar
Tækniskólinn

Vilt þú efla íslenskt hugvit? Sérfræðingur í háskóla- og vísindamálum
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Vilt þú vinna að framtíðinni? Sérfræðingur í gervigreind
Menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið

Verkefnastjóri í stafrænni þróun
Öryggismiðstöðin