Snælandsskóli
Snælandsskóli
Snælandsskóli

Húsvörður óskast í Snælandsskóla

Snælandsskóli leitar að húsverði - umsjónarmanni fasteigna.

Snælandsskóli er heildstæður um 450 nemenda grunnskóli staðsettur í Fossvogsdal. Skólinn byggir á langri hefð fyrir framsæknu og árangursríku skólastarfi þar sem áhersla hefur verið lögð á þátttöku í margs konar þróunar- og nýbreytniverkefnum í gegnum tíðina. Skólinn er Grænfána skóli í samvinnu við Landvernd, styðst við Olweusaráætlunina gegn einelti og þá er skólinn líka Réttindaskóli Unicef.

Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd.

Starfssvið og helstu verkefni

  • Daglegt eftirlit með húsnæði skólans og þrifum þess, húsgögnum, áhöldum og lóð.
  • Sinnir daglegri verkstjórn yfir skólaliðum.
  • Sinnir minniháttar viðhaldi eigna og á búnaði og tilkynnir um þörf á meiriháttar viðhaldi eigna, jafnt innan- sem utandyra.
  • Sjá um að hiti, lýsing og loftræsting skólahúsnæðis sé fullnægjandi og að öll kerfi starfi rétt.
  • Yfirfer tæknibúnað í sal skólans reglulega, tryggir að allt virki eins og það á að gera og aðstoðar við uppstillingar í kringum fundi og viðburði.
  • Sér um að rusl sé fjarlægt og lóðir þrifalegar.
  • Sér um snjómokstur og hálkueyðingu við anddyri, í stigaþrepum og á stéttum við skólann þegar þess gerist þörf.
  • Sinnir tilfallandi útréttingum fyrir skólann
  • Hefur umsjón með móttöku rekstrarvara.
  • Önnur tilfallandi verkefni í samráði við skólastjórnendur.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Iðnmenntun á sviði bygginga er kostur.
  • Góð almenn verk- og tæknikunnátta, reynsla og þekking sem nýtist í starfi.
  • Þjónustulipurð og góð hæfni í samskiptum.
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði.
  • Almenn ökuréttindi. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða, greitt er kílómetragjald skv. kjarasamningi við sendiferðir.
  • Umsækjandi þarf að geta skilið og tjáð sig á íslensku.

Ráðningartími og starfshlutfall

Um er að ræða 50% starfshlutfall og ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2024.

Aðrar upplýsingar

  • Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.
  • Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila inn sakavottorði.
  • Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningu í starfið.
  • Nánari upplýsingar um starfið veitir Brynjar M. Ólafsson skólastjóri í síma 860-3526 eða netfangið brynjarm@kopavogur.is.
  • Eingöngu er tekið á móti starfsumsóknum í gegnum alfred.is.
Fríðindi í starfi

Starfsmenn hjá Kópavogi fá frítt í sund í sundlaugum Kópavogs.

Auglýsing stofnuð22. júní 2024
Umsóknarfrestur5. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Víðigrund 2, 200 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar