Bláa Lónið
Bláa Lónið
Bláa Lónið

Öryggisvörður

Við óskum eftir að ráða öryggisverði til að sinna almennri öryggisvöktun í miðlægri vaktstöð Bláa Lónsins. Rík áhersla er lögð á góðan liðsanda, sjálfstæð vinnubrögð og þjónustulund.

Meginhlutverk öryggisvarðar eru m.a. að tryggja öryggi gesta og starfsfólks, myndavélavöktun, viðbragð og að sinna almennri þjónustu við gesti og starfsfólk Bláa Lónsins.

Ef þú…

· Býrð yfir ríkri þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

· Hefur áhuga á og metnað fyrir öryggismálum og forvörnum

· Sýnir yfirvegun í krefjandi aðstæðum og ert lausnamiðuð/aður

· Sýnir frumkvæði í starfi og hefur getu til að vinna sjálfstætt

· Hefur hæfni til að leysa minniháttar viðhaldsverkefni.

· Vilt vinna á skemmtilegum vinnustað

· Ert áreiðanleg/ur og stundvís

· Býrð yfir góðri íslensku- og enskukunnáttu

…þá gætir þú verið rétti einstaklingurinn í starfið

Um framtíðarstarf er að ræða og unnið er á vöktum.

Umsækjendur þurfa að hafa náð 22 ára aldri.

Hreint sakavottorð er skilyrði.

Umsóknarfrestur er til og með 11.júlí.

Bláa Lónið er skemmtilegur og fjölbreyttur vinnustaður þar sem áhersla er lögð á einstaka upplifun gesta og frábæra samvinnu allra starfsmanna.

Auglýsing stofnuð1. júlí 2024
Umsóknarfrestur11. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Norðurljósavegur 9, 240 Grindavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)