Ístak hf
Ístak hf
Ístak hf

Verkstjóri

Ístak leitar að smíðaverkstjóra sem stýrir framkvæmdavinnu á vinnustöðum Ístaks og tryggir að hún sé í samræmi við væntingar fyrirtækis og verkkaupa hverju sinni. Verkstjóri vinnur að því að umgengni, aðstaða, öryggi og frágangur á vinnustað sé samkvæmt lögum og gæðakröfum fyrirtækisins.
Ístak er leiðandi verktakafyrirtæki og hluti af danska verktakafyrirtækinu Per Aarsleff. Fyrirtækið annast framkvæmdir á ýmsum sviðum, s.s. byggingar af ýmsu tagi, virkjanir, stóriðjuframkvæmdir, jarðvinnuverk, hafnarframkvæmdir, ásamt vega- og brúargerð.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Stjórnun og eftirlit með vinnu starfsfólks og undirverktaka og sjá til þess að störfum sé hagað í samræmi við verkáætlun og þarfir verkefnisins hverju sinni.
  • Skipulagning verkefna á hagkvæman hátt í samræmi við kröfur, verklýsingar og teikningar í samráði við tæknimenn og stjórnendur.
  • Rýna verkgögn og sjá til þess að starfsmenn hafi réttar teikningar, lýsingar, upplýsingar um viðeigandi efni og annað sem þarf til að framkvæma verk samkvæmt kröfum.
  • Eftirlit með umgengni og notkun eigna og tækja sem og með aðstæðum á vinnustað.
  • Öflun á mannskapi, verkfærum, tækjum og efni í samráði við staðarstjóra.
  • Utanumhald með frávikaskráningu í samráði við tæknimenn og stjórnendur.
  • Gæðaúttektir í samráði við tæknimenn og stjórnendur.
  • Þátttaka í verkfundum.
  • Framvinduskýrslugerð og rýni reikninga.
  • Önnur tilfallandi verkefni á vinnustað.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Sveinspróf í húsasmíði skilyrði, meistaréttindi æskileg.
  • Meirapróf og vinnuvélaréttindi æskileg.
  • Reynsla af verkstjórn og framkvæmdum æskileg.
  • Íslensku- og/eða enskukunnátta skilyrði.
  • Færni í mannlegum samskiptum og sjálfstæð vinnubrögð.
  • Öryggisvitund og almenn tölvukunnátta skilyrði.
Auglýsing stofnuð2. júlí 2024
Umsóknarfrestur14. júlí 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
EnskaEnskaMeðalhæfni
Staðsetning
Bugðufljót 19, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)