Advania
Advania
Advania

Hugbúnaðarsérfræðingur Microsoft Power Platform

Advania finnur fyrir vaxandi eftirspurn meðal sinna viðskiptavina á Power umhverfinu og vill vera í fararbroddi að bjóða viðskiptavinum að nýta sér þá kosti sem það hefur uppá að bjóða.

Advania leitar eftir forritara í þróunarteymi Power Platform sem samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á viðfangsefninu, vera tilbúinn að takast á við síbreytilegt en jafnframt gríðarlega spennandi verkefni hjá viðskiptavinum Advania.

Viðskiptalausnir Advania nýta sér Power Platform umhverfið bæði til að þróa sérsniðin öpp og eigin lausnir fyrir viðskiptavini til að styðja við stafræna vegferð.

Verkefni

  • Þróun á lausnum í Power Platform umhverfinu (Apps, Pages, Automate).
  • Ráðgjöf til viðskiptavina tengdum gagnamálum, sjálfvirknivæðingu á ferlum og stafrænni þróun.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegt nám
  • Reynsla af þróun í Power Platform er kostur
  • Áhugi á að tileinka sér nýja tækni og vaxa í starfi
  • Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð
  • Sköpunargleði, metnaður, forvitni og frumkvæði
Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur6. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar