Advania
Hjá Advania á Íslandi starfa um 600 sérfræðingar við að einfalda störf viðskiptavina okkar með snjallri nýtingu á upplýsingatækni. Þó við séum sérfræðingar í tækni viljum við veita framúrskarandi þjónustu. Við hlúum að fólkinu okkar og hjálpumst að við að skapa lifandi vinnustað.
Advania á Íslandi er hluti af Advania-samstæðunni sem er meðal umsvifamestu upplýsingatæknifyrirtækja á Norðurlöndum. Samstæðan er með 25 starfsstöðvar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, Bretlandi og Íslandi. Hjá henni starfa um 3500 sérfræðingar í upplýsingatækni.
Hugbúnaðarsérfræðingur Microsoft Power Platform
Advania finnur fyrir vaxandi eftirspurn meðal sinna viðskiptavina á Power umhverfinu og vill vera í fararbroddi að bjóða viðskiptavinum að nýta sér þá kosti sem það hefur uppá að bjóða.
Advania leitar eftir forritara í þróunarteymi Power Platform sem samanstendur af fjölbreyttum hópi einstaklinga. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á viðfangsefninu, vera tilbúinn að takast á við síbreytilegt en jafnframt gríðarlega spennandi verkefni hjá viðskiptavinum Advania.
Viðskiptalausnir Advania nýta sér Power Platform umhverfið bæði til að þróa sérsniðin öpp og eigin lausnir fyrir viðskiptavini til að styðja við stafræna vegferð.
Verkefni
- Þróun á lausnum í Power Platform umhverfinu (Apps, Pages, Automate).
- Ráðgjöf til viðskiptavina tengdum gagnamálum, sjálfvirknivæðingu á ferlum og stafrænni þróun.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Háskólamenntun í tölvunarfræði, hugbúnaðarverkfræði eða sambærilegt nám
- Reynsla af þróun í Power Platform er kostur
- Áhugi á að tileinka sér nýja tækni og vaxa í starfi
- Sjálfstæð og skipuleg vinnubrögð
- Sköpunargleði, metnaður, forvitni og frumkvæði
Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur6. desember 2024
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Staðsetning
Guðrúnartún 10, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)
Tæknilegur vörustjóri innri viðmótskerfa
Arion banki
Software Developer - POS Solution
LS Retail
Stapaskóli - Tölvuumsjónarmaður
Reykjanesbær
Software Developer
Rapyd Europe hf.
Software Engineer Intern
CCP Games
DevOps sérfræðingur
Orkuveitan
Sérfræðingur - stafræn innleiðing
Rauði krossinn
Gagnaleiðtogi
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Vörustjóri fasteignaskrár
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Forritari í upplýsingatækni
Tryggingastofnun
Forritun og arkitektúr
Sensa ehf.
Senior Tools Programmer
CCP Games