Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

Vörustjóri fasteignaskrár

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að drífandi einstaklingi til þess að ganga til liðs við öflugt upplýsingatæknisvið HMS.

Fjölbreytt og spennandi verkefni eru fram undan við nýþróun og endurnýjun upplýsingatæknilausna sem skipta sköpum fyrir íslenskt samfélag. Verkefnin eru hluti af nýrri framtíðarsýn stofnunarinnar.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Vöruþróun og verkefnastýring hugbúnaðarlausn
  • Gerð vegvísa (e. roadmap) og forgangsröðun verkefna
  • Skilgreina þarfir notenda, leiða greiningarvinnu og utan umhald á backlog 
  • Samskipti við vörueigendur, hugbúnaðarteymi, birgja og fleiri hagaðila
  • Byggja upp haldgóða þekkingu á hugtökum, gögnum og lausnum er snúa að fasteignasupplýsingum og þekkja helstu lög og reglugerðir 
  • Daglegur rekstur
  • Þátttaka í mótun ferla og umbóta
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun og eða starfsreynsla á sviði tölvunarfræði, verkfræði eða tengdum greinum sem nýtist í starfi
  • Skilningur á uppbyggingu upplýsingatæknikerfa, lausna og vefþjónusta
  • Þekking á hugbúnaðarþróunarferlum og agile vinnubrögðum
  • Góð greiningarhæfni og geta til að setja sig í spor notenda
  • Framúrskarandi samskiptahæfileikar og þjónustulund
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
Auglýsing birt25. nóvember 2024
Umsóknarfrestur9. desember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar