Hlutastarf í móttöku og símsvörun
Hefur þú gaman af mannlegum samskiptum og góðu skipulagi? Við hjá Lækningu leitum að jákvæðum og þjónustuliprum starfsmanni í hlutastarf í okkar frábæra teymi.
Sem hluti af móttökuteyminu ertu oft fyrstu kynni viðskiptavina af þjónustunni okkar. Þú tekur á móti gestum af hlýju, svarar fyrirspurnum bæði í síma og á staðnum og tryggir að móttakan gangi hnökralaust fyrir sig. Starfið felur einnig í sér ýmis almenn skrifstofustörf og verkefni sem styðja við faglega og vandaða þjónustu okkar.
Ert þú rétta manneskjan?
Við leitum að einstaklingi sem:
- Hefur framúrskarandi samskiptahæfni og þjónustulund
- Nýtur þess að skapa jákvæða upplifun fyrir viðskiptavini
- Er skipulagður, sjálfstæður og getur unnið undir álagi
- Hefur góða almenna tölvukunnáttu og góða færni í íslensku og ensku
Um framtíðarstarf er að ræða og vinnutími er frá kl. 9-16, þrjá daga í viku, með möguleika á frekari afleysingum.
Í boði er líflegur vinnustaður með góðum starfsanda og gott vinnumhverfi.
Við viljum heyra frá þér! Starfið er laust nú þegar og æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Hildur Eyjólfsdóttir, skrifstofustjóri, í síma 590-9200 og á [email protected].
Hjá Lækningu er að finna sérfræðinga á ýmsum sviðum heilbrigðisþjónustunnar. Við bjóðum upp á nútímalegar og vel útbúnar móttökustofur og fullkomnar skurðstofur í faglegu og vinalegu umhverfi.