
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Hlauparar - Hafnarfjörður - Jólavinna
Við leitum að duglegum, þjónustulunduðum og umfram allt jákvæðum einstaklingum til að sinna starfi hlaupara í sorphirðu núna um jólin og yfir áramót.
Ef þú ert til í útivinnu sem gefur þér góða hreyfingu þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig.
Vinna á tímabilinu frá ca 15. des til 5. janúar.
Hlutverk hlaupara er að aðstoða bílstjóra við losun á ílátum frá fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Aðstoða bílstjóra við losun á ílátum
- Samskipti og þjónusta við viðskiptavini
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni og áreiðanleiki
- Þjónustulund og samskiptahæfni
- Stundvísi
- Íslensku- og/eða enskukunnátta
Auglýsing birt26. nóvember 2025
Umsóknarfrestur14. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSamviskusemiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Lagermaður - Hafnarfjörður
Terra hf.

Rekstrar- og tæknistjóri bílastæðahúss Nýs Landspítala ohf.
Nýr Landspítali ohf.

Warehouse employee - lagerstarfsmaður
Vinnupallar

Verkstjóri vélsmiðju
Slippurinn Akureyri ehf.

Starfsmaður óskast
Þurrkþjónustan ehf

Starfsmaður á þjónustustöðinni á Akureyri
Vegagerðin

Kjötskurðarmaður/Meatcutter
Ali

Húsvörður
Fjarðabyggð

Ert þú rafvirki / rafvirkjanemi?
Olíudreifing þjónusta

Framtíðarstarf á málningar- og réttingaverkstæði
Blue Car Rental

Lífland óskar eftir handlögnum starfsmanni í Tækjadeild
Lífland ehf.

Óskum eftir starfsfólki í verksmiðju okkar á Flúðum
Límtré Vírnet ehf