

Rekstrar- og tæknistjóri bílastæðahúss Nýs Landspítala ohf.
Við leitum að dugmiklum og samviskusömum starfsmanni til starfa sem rekstrar- og tæknistjóri bílastæðahúss Nýs Landspítala ohf. Grunnfagþekkingar á tæknikerfum er áskilin og reynsla úr tækniiðngreinum. Húsið er átta hæðir og krefst þess að viðkomandi sé í góðu líkamlegu ástandi, enda húsið stórt og gera má ráð fyrir að farið sé reglulega um húsið.
Um er að ræða þjónustustarf sem byggir á faglegum vinnubrögðum og grunþekkingar á rekstri ólíkra tæknikerfa án sérhæfingar. Mikil notkun á stafrænum upplýsinga- og vöktunarkerfum ásamt auk þess skilningur þarf að vera fyrir hendi á gæðaeftirliti. Bílastæða- og tæknihús Nýs Landspítala er staðsett á Hringbrautarsvæðinu og er athafnasvæðið stórt og umfangsmikið. Viðkomandi þarf að sjá um skráningar í tölvukerfi, vinna með aðgangskerfi og önnur almenn þjónustustörf. Einnig að vera í sambandi við aðra þjónustu- og rekstraraðila kerfa hússins og ýmsa hagaðila á svæðinu, sem eru nokkrir. Fjölmargir munu nýta sér þjóustu hússins.
Umsækjandi skal hafa fágaða framkomu, lipurð í mannlegum samskiptum og ríka þjónustulund. Viðkomandi skal vera laus við alla skapbresti. Viðkomandi þarf einnig að geta gert sig skiljanlegan og hafa skilning á íslensku sem og ensku, sem en fjölmargir aðilar munu vera í samskiptum við rekstrar- og tæknistjórann.
Leitað verður umsagnar hjá umsagnaraðilum vegna samskiptahæfn og þjónustu en einnig verður leitað umsagnar um reynslu viðkomandi af þjónustu-, iðn- og tæknistörfum sem er lykilatriði.
Starfið hentar jafnt konum sem körlum. Engin aldursmörk eru sett en reynsla úr fyrri störfum skiptir miklu máli við ráðningarferlið.
Iðnmenntun eða sambærileg reynsla.
Íslenska
Enska










