
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Lagermaður - Hafnarfjörður
Við leitum að metnaðarfullum og áreiðanlegum einstaklingi til starfa í birgðadeild Terra.
Um er að ræða nýtt og spennandi starf með áherslu á sjálfstæð vinnubrögð, fagmennsku og frábæra samskiptahæfni. Starfið býður upp á gott tækifæri til að taka virkan þátt í mótun öflugrar, nýrrar starfseiningar innan fyrirtækisins.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Dagleg lagerstörf
- Eftirfylgni með rafrænum verkbeiðnum
- Samskipti við viðskiptavini, samstarfsfólk og aðrar deildir vegna viðgerða, viðhalds og þrifa á öllum ílátum félagsins á suðvesturhorni landsins
- Uppsetning, prófun og stillingar á skynjurum og tengdum búnaði sem styður stafræna þróun félagsins
- Þátttaka í umbótaverkefnum og þróun vinnuferla
Menntunar- og hæfniskröfur
- Jákvæðni og þjónustulund
- Góðir samskiptahæfileikar
- Íslenska- og enskukunnátta skilyrði
- Vinnuvélaréttindi og/eða meirapróf er kostur
Auglýsing birt26. nóvember 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Berghella 1, 221 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
JákvæðniSamviskusemiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (4)
Sambærileg störf (12)

Hlauparar - Hafnarfjörður - Jólavinna
Terra hf.

Starfsmaður á lager
Arctic Trucks Ísland ehf.

Rekstrar- og tæknistjóri bílastæðahúss Nýs Landspítala ohf.
Nýr Landspítali ohf.

Egilsstaðir: Framtíðarstarf í timbursölu
Húsasmiðjan

Warehouse employee - lagerstarfsmaður
Vinnupallar

Vöruhúsastarfsmaður hjá Rubix og Verkfærasölunni
Rubix og Verkfærasalan

Verkstjóri vélsmiðju
Slippurinn Akureyri ehf.

Þungavörulager:
Húsasmiðjan

Starfsmaður óskast
Þurrkþjónustan ehf

Jólavinna í Fotomax - Starfsmaður í verslun eða framleiðslu
Fotomax

Útkeyrsla og lager
Barki EHF

Starfsmaður á þjónustustöðinni á Akureyri
Vegagerðin