
Terra hf.
Terra er líflegur og fjölbreyttur vinnustaður. Hjá félaginu starfa um 260 einstaklingar á starfsstöðvum á nokkrum stöðum á landinu. Alla daga vinnum við af dugnaði og eljusemi að því að gera góða hluti fyrir umhverfið.
Við veitum fjölbreytta þjónustu á sviði umhverfismála, einkum á sviði úrgangsstjórnunar og endurvinnslu. Frá 1984 hefur Terra lagt áherslu á að þjóna fyrirtækjum, sveitarfélögum og einstaklingum á hagkvæman og umhverfisvænan hátt þar sem tekið er fullt tillit til aðstæðna á hverjum stað og mismunandi þarfa viðskiptavina. Lögð er áhersla á að koma öllum þeim efnum sem falla til í viðeigandi farveg og aftur inn í hringrásarhagkerfið.
Við leggjum mikið upp úr fjölskylduvænu vinnuumhverfi, sterkri liðsheild og jákvæðum og góðum starfsanda. Við erum með öflugt starfsmannafélag sem heldur fjölbreytta viðburði yfir allt árið.

Móttökufulltrúi - Akureyri
Terra leitar að jákvæðum og þjónustuliprum móttökufulltrúa til að sinna ýmsum verkefnum á skrifstofu okkar á Akrureyri.
Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, lausnamiðaður og hefur gaman af því að vera í góðu sambandi við viðskiptavini og samstarfsfólk.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og þjónusta viðskiptavina
- Afgreiðsla erinda í gegnum síma, tölvupóst eða aðra rafræna miðla
- Létt skrifstofustörf og skjalavinna
- Umsjón með kaffistofu og frágangur
- Tilfallandi sendiferðir
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Góðir samskiptahæfileikar og rík þjónustulund
- Reynsla af þjónustustörfum er kostur
- Góð almenn tölvukunnátta
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Áhugi á flokkun og endurvinnslu
Auglýsing birt26. nóvember 2025
Umsóknarfrestur9. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Terra Norðurland - Hlíðarfjallsvegur
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Innheimtufulltrúi - Heilbrigðisstofnun Norðurlands
Heilbrigðisstofnun Norðurlands

Bókari á fjármálasviði
Avis og Budget

Starf á skrifstofu Körfuknattleikssambands Íslands KKÍ
Körfuknattleikssamband Íslands

Starfsmaður í móttöku 80-100% starf
Læknastofur Reykjavíkur

Verkefnastjóri á hjúkrunardeild - Hraunvangur
Hrafnista

Lögfræðingur.
Norðdahl, Narfi & Silva

Sérfræðingur á fjármálasviði
Bláa Lónið

Skrifstofustjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Verkefnastjóri í Tölvunarfræðideild
Háskólinn í Reykjavík

Starfsmaður í almenn skrifstofustörf
MD Vélar ehf

Sérfræðingur í starfsmenntamálum
Efling stéttarfélag

Sérfræðingur í kjara og réttindamálum
Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna