
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu með rúmlega 5.500 íbúa. Það varð til við samruna 14 sveitarfélaga sem fór fram í nokkrum áföngum á árunum 1988 til 2018 og er Fjarðabyggð því eitt yngsta sveitarfélag landsins. Kjörorð Fjarðabyggðar er: Þú ert á góðum stað.
Í Fjarðabyggð eru stórbrotnir firðir og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Menning og fjölbreytt mannlíf er ekki síður minnistætt þeim sem heimsækja sveitarfélagið. Eitt af öðru raða lágreist sjávarþorpin sér meðfram strandlengjunni, hvert með sínum bæjarbrag og áhugaverðu sérkennum.
Bæjarkjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Það er þó ekki einhlítt. Neskaupstaður í Norðfirði er fjölmennasta byggðin, með um 1.500 íbúa, en minnst er Brekkuþorp í Mjóafirði með 15 íbúa. Á Eskifirði eru íbúar um 1.000 talsins og tæplega 1.300 búa á Reyðarfirði. Á Fáskrúðsfirði eru íbúar um 700, um 200 manns búa á Stöðvarfirði og í Breiðdal búa einnig um 200 manns.
Fjarðabyggð byggir á sterkum grunni hvað atvinnu- og verðmætasköpun varðar. Gjöful fiskimið eru undan ströndum Austfjarða og er útgerð og vinnsla sjávarafurða ein af meginstoðum atvinnulífsins ásamt álframleiðslu og tengdum þjónustugreinum. Verslun og þjónusta gegna einnig mikilvægu hlutverki og hefur ferðaþjónusta vaxið hratt á undanförnum árum. Þá jókst mikilvægi landbúnaðar í Fjarðabyggð árið 2018 með sameiningu sveitarfélagsins við landbúnaðarhéraðið Breiðdal.

Húsvörður
Fjarðabyggð auglýsir laust til umsóknar starf húsvarðar á framkvæmda- og umhverfissviði. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf við umsjón og viðhald fasteigna bæjarfélagsins. Starfshlutfall er 100%
Helstu verkefni og ábyrgð
- Eftirlit og umsjón með húsnæði, búnaði og lóðum.
- Smærra viðhald fasteigna, lóða, húsgagna og innréttinga.
- Skráning upplýsinga og umhald þeirra vegna viðhalds á eignum.
- Eftirlit og umsjón með rekstri á hita-, öryggis-, eldvara- og loftræstikerfum.
- Eftirlit eldvarna.
- Eftirlit með aðgengismálum stofnana.
- Eftirlit með loftgæðum og umgengnismálum í stofnunum.
- Vinna að öryggismálum og forvörnum vegna áhættu í rekstri.
- Eftirlit og umsjón með snjómokstri og hálkueyðingu á lóðum stofnana.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnmenntun sem nýtist í starfi er áskilin.
- Meistaramenntun í iðn er kostur.
- Þekking og reynsla af rekstri hita-, loftræsti- og öryggiskerfa er mikilvæg.
- Reynsla af framkvæmda- og viðhaldsverkefnum er mikilvæg.
- Reynsla af umhaldi upplýsinga um verk og tímaáætlanir er kostur.
- Sjálfstæði, frumkvæði og skipulögð vinnubrögð eru mikilvæg.
- Hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvæg.
Auglýsing birt24. nóvember 2025
Umsóknarfrestur8. desember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Starfstegund
Hæfni
DrifkrafturFagmennskaFrumkvæðiHandlagniJákvæðniMannleg samskiptiMetnaðurNákvæmniSjálfstæð vinnubrögðSmíðarStundvísiSveigjanleikiTeymisvinnaVandvirkniÞjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (6)

Stuðningsfulltrúi við Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar
Fjarðabyggð

Varaslökkviliðsstjóri
Fjarðabyggð

Forstöðumaður Skjala- og myndasafns Fjarðabyggðar
Fjarðabyggð

Matráður við leikskólann Eyravellir í Neskaupstað
Fjarðabyggð

Kennari við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð

Staða sjúkraliða við Grunnskóla Reyðarfjarðar
Fjarðabyggð
Sambærileg störf (12)

Verkstjóri vélsmiðju
Slippurinn Akureyri ehf.

Starfsmaður óskast
Þurrkþjónustan ehf

Rekstrar- og tæknistjóri bílastæðahúss Nýs Landspítala ohf.
Nýr Landspítali ohf.

Ert þú rafvirki / rafvirkjanemi?
Olíudreifing þjónusta

Húsasmiðir styttri vinnutími.
Þúsund Fjalir ehf

Smiður
Tækniskólinn

Lífland óskar eftir handlögnum starfsmanni í Tækjadeild
Lífland ehf.

Tækjamaður óskast
KAT ehf

Matráður óskast til starfa hjá Loðnuvinnslunni hf
Loðnuvinnslan hf

Ert þú pípari / píparanemi?
Olíudreifing þjónusta

Sprautumálari og sandblástur // Spray-painter & sandblaster
VHE

Starfsmaður í vöruhúsi
Nox Medical