Heilsa
Heilsa

Heilsa - Sölufulltrúi afleysing

Sölufulltrúi – afleysing

Starfs- og ábyrgðasvið:

· Almenn sala og þjónusta á vörum Heilsu til viðskiptavina

· Eftirfylgni sölu, framstillinga og tilboða

· Uppröðun, framstillingar og kynningar

Hæfniskröfur:

· Brennandi áhugi á heilsuvörum og heilbrigði

· Jákvæðni og sjálfstæð vinnubrögð

· Rík þjónustulund og færni í mannlegum samskiptum

· Geta leyst ýmis verkefni með bros á vör

· Kostur að vera Snyrtifræðingur

· Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri og hafa gild ökuréttindi

Æskileg reynsla:

· Reynsla af sölustörfum

· Þekking á apóteksmarkaði og heilsuvörum kostur

Sótt er um starfið í gegnum Alfreð og skal ferilskrá fylgja umsókn

Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar veitir Díana Þorsteinsdóttir, viðskiptastjóri – diana@heilsa.is

Heilsa ehf. er heildsala með sérhæfingu í innflutningi og dreifingu vara sem stuðla að heilsu og vellíðan. Heilsa er elsta fyrirtæki á Íslandi sem sérhæfir sig í heilsusamlegum og lífrænum matvörum, fæðubótarefnum, almennum og lífrænum snyrtivörum sem og vistvænum hreingerningarvörum. Áhersla fyrirtækisins er á gæða vörur sem stuðla að heildrænni vellíðan fyrir neytendur, hvort sem um er að ræða matvörur, vítamín, snyrtivörur, húðvörur eða aðrar vörur. Við stuðlum að bættri heilsu almennings, vekjum athygli á heilbrigðum og ábyrgum lífsstíl og höfum hag neytenda ávallt að leiðarljósi.

Auglýsing birt21. janúar 2025
Umsóknarfrestur4. febrúar 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Bæjarflöt 1-3 1R, 112 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar