Fyrirtækjaráðgjafi
Ert þú framúrskarandi sölusnillingur?
Við leitum að metnaðarfullum og söludrifnum liðsfélaga í sölu á fjarskiptaþjónustu til fyrirtækja. Í fyrirtækjaþjónustu Nova starfar samheldinn hópur sem hefur það að markmiði að veita viðskiptavinum á fyrirtækjamarkaði framúrskarandi þjónustu.
Skipulag, keppnisskap og auðvitað söluhæfileikar eru eiginleikar sem skipta höfuðmáli. Brennandi áhugi á tækni, tækjum og þeirri fjarskiptaþjónustu sem Nova býður upp á er að sjálfsögðu einnig bráðnauðsynlegur eiginleiki.
Um er að ræða fullt starf til framtíðar.
Það er mikilvægt að þú getir unnið sjálfstætt, hafir reynslu af sölu á fyrirtækjamarkaði, sért með gott tengslanet og búir yfir mikilli færni í mannlegum samskiptum.
Afhverju að vinna hjá Nova? Allt um það hér!
- Framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum
- Reynsla af sölu á fyrirtækjamarkaði
- Gott tengslanet
- Keppnisskap
- Háskólamenntun sem nýtist í starfi er kostur