Byggt og búið
Byggt og búið
Byggt og búið

Sölufulltrúi - Fullt starf

Byggt og búið leitar að öflugum, jákvæðum og þjónustudrifnum sölufulltrúa til starfa í verslun okkar í Kringlunni. Um framtíðarstarf er að ræða. Vinnutími er frá kl. 10-18:30 alla virka daga.

Umsækjendur þurfa að:
Hafa brennandi áhuga á heimilisvörum og þá sérstaklega fallegum vörum í eldhúsið!
Vinna vel bæði í hóp og sjálfstætt.
Tala og skrifa íslensku reiprennandi.

Í starfinu felst að þjónusta viðskiptavini Byggt og búið, og er því rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum mikilvæg.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala og framúrskarandi þjónusta við viðskiptavini verslunarinnar.
  • Áfyllingar, framstillingar og móttaka á vörum.
  • Ráðgjöf til viðskiptavina um val á vörum ásamt afgreiðslu á kassa.
  • Önnur almenn verslunarstörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Reynsla af sölu- og verslunarstörfum.
  • Framúrskarandi þjónustulund og áhugi á sölustörfum.
  • Frumkvæði, áreiðanleiki og skipulögð vinnubrögð.
  • Sveigjanleiki og geta til að vinna undir álagi.
  • Heiðarleiki, stundvísi og metnaður.
  • Góð samskiptahæfni, kurteisi og jákvæðni.
  • Brennandi áhugi á heimilis- og eldhúsvörum.
  • Aðeins 20 ára eða eldri koma til greina.
Auglýsing birt20. janúar 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
Staðsetning
Kringlan 4-12, 103 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.AfgreiðslaPathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.HeiðarleikiPathCreated with Sketch.JákvæðniPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þjónustulund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar