Húsasmiðjan
Húsasmiðjan er meðal stærstu verslunarfyrirtækja landsins og hluti af Bygma Gruppen A/S. Bygma rekur fjölmargar byggingavöruverslanir í Danmörku, Svíþjóð, Færeyjum og á Grænlandi. Ásamt því rekur fyrirtækið nokkur heildsölufyrirtæki á byggingavörumarkaði í Danmörku.
Húsasmiðjuverslanir eru 16 talsins og eru Blómavalsútibú í sjö þeirra. Jafnframt er rafiðnaðarverslunin Ískraft með fjögur útibú.
Hjá Húsasmiðjunni starfa um 500 starfsmenn vítt og breytt um landið sem hafa margskonar bakgrunn eins og pípari, blómaskreytir, bókari, smiður, viðskiptafræði, grafískur hönnuður, múrari og fleira og fleira.
Húsasmiðjan býður upp á lifandi starfsumhverfi og frábæran starfsanda. Við leggjum mikla áherslu á símenntun og fræðslu og að starfsmenn fái tækifæri til þess að eflast og þróast í starfi.
Söluráðgjafi á Selfossi
Við leitum að öflugum aðila í söluráðgjöf verkfæra og almennra vara á miðgólfi í Húsasmiðjunni á Selfossi. Megin hlutverk söluráðgjafa er ráðgjöf, sala og þjónusta til fagaðila og einstaklinga í góðri samvinnu við annað starfsfólk. Söluráðgjafi hefur einnig umsjón með skipulagi, áfyllingum og almennri umhirðu í versluninni.
Við leitum að drífandi einstaklingi með jákvætt hugarfar sem hefur metnað og áhuga á að veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina. Um er að ræða framtíðarstarf og 100% starfshlutfall.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun sem nýtist í starfi - iðnmenntun kostur
- Reynsla af sölustörfum kostur
- Rík þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
- Metnaður til að takast á við krefjandi verkefni
- Stundvísi, jákvæðni og heiðarleiki í starfi
- Gott vald á íslensku
- Almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Heilsuefling, s.s. heilsufarsskoðun, bólusetning, aðgangur að sálfræðiþjónustu, heilsueflandi fræðsla.
- Aðgangur að orlofshúsum.
- Ýmsir styrkir, s.s. íþróttastyrkur, samgöngustyrkur og fræðslustyrkur.
- Afsláttarkjör í verslunum okkar.
Auglýsing birt20. janúar 2025
Umsóknarfrestur2. febrúar 2025
Tungumálahæfni
Íslenska
MeðalhæfniNauðsyn
Staðsetning
Larsenstræti 1, 800 Selfoss
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (2)
Sambærileg störf (12)
Sölufulltrúi - Fullt starf
Byggt og búið
Sölufulltrúi / Business Development Manager
Teya Iceland
Sales Representative for Chemical Products Targeting HoReCa
Hreinlætislausnir Áfangar ehf.
Sölumaður á Akureyri
Þór hf
Laghentur maður óskast í uppsetningu.
Ál og Gler ehf
Þjónusta í apóteki - Austurver
Apótekarinn
Garðabær óskar eftir að ráða verkefnastjóra smíðaverkefna
Garðabær
Umsjón fasteigna og létt viðhald
Bílabúð Benna
Hönnun og sala á innréttingum
Kvik
Þjónustufulltrúi / Service Agent
Campeasy
Smiður í þjónustuverkefni
Höfuðborgarsvæðið
Sölustjóri hjá vaxandi iðnaðarfyrirtæki
Hagvangur