VSB verkfræðistofa
VSB verkfræðistofa

Gjaldkeri/Launafulltrúi

VSB verkfræðistofa óskar eftir að ráða nákvæman og drífandi einstakling í starf gjaldkera/launafulltrúa. Um fullt starf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. VSB býður upp á frábært starfsumhverfi og spennandi verkefni á fjölskylduvænum vinnustað.

Helstu viðfangsefni og ábyrgð:

  • Gerð reikninga og innheimta
  • Móttaka og greiðsla reikninga
  • Launavinnsla og frágangur launa
  • Önnur tilfallandi verkefni tengd rekstri skrifstofu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af launavinnslu og innheimtu
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, nákvæmni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Góð almenn Excel- og tölvukunnátta. Reynsla af Navision er kostur
  • Góð íslenskukunnátta

Fríðindi í starfi:

  • Skemmtilegir vinnufélagar
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Samgöngustyrkur
  • Sími og símareikningur greiddur af VSB
  • Niðurgreiddur hádegismatur
  • Íþróttastyrkur
Auglýsing stofnuð26. júní 2024
Umsóknarfrestur10. júlí 2024
Staðsetning
Bæjarhraun 20, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar