Fjarðabyggð
Fjarðabyggð
Fjarðabyggð

Sviðsstjóri fjármála- og greiningarsviðs Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð leitar framsæknum og drífandi leiðtoga til að stýra fjármála- og greingarsviði Fjarðabyggðar og leiða áfram þau mikilvægu verkefni sem heyra undir sviðið. Sviðsstjóri ber ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins auk fjármálastjórnar sveitarfélagsins og stofnana þess. Hlutverk fjármála- og greiningarsviðs er að leiða fjárhagsáætlanagerð innan sveitarfélagsins, tryggja hagkvæman rekstur og innkaup, annast fjárstýringu og lánastýringu, auk þess að veita stjórnendum ráðgjöf og bestu mögulega yfirsýn yfir fjármál og rekstur starfseininga og sveitarfélagsins í heild.

Leitað er að öflugum stjórnanda með skýra sýn til að leiða málaflokkinn á miklum uppbyggingartímum í sveitarfélaginu. Ef þú hefur áhuga á að starfa í metnaðarfullu og framsæknu starfsumhverfi og ert með brennandi áhuga á tækifærum til umbóta þá teljum við að þú sért rétta manneskjan fyrir okkur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Dagleg stjórnun og rekstur fjármálasviðs
  • Annast og ber ábyrgð á daglegri fjármálastjórn sveitarfélagsins og stofnana þess
  • Ábyrgð á gerð fjárhagsáætlana og eftirfylgni með þeim
  • Ábyrgð á reikningshaldi og uppgjörum
  • Eftirlit með gjaldstofnum sveitarfélagsins
  • Annast fjártýringu og samskipti við fjármálastofnanir
  • Umsjón með frávikagreiningu og ráðgjöf innan miðlægrar stjórnsýslu
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Grunn- og meistaragráða á háskólastigi sem nýtist í starfi s.s. af sviði viðskipta- og hagfræði, lögfræði eða verk- og tæknifræði
  • Víðtæk þekking og reynsla af fjármálum, rekstri og áætlanagerð sveitarfélaga
  • Mikil hæfni í greiningu og framsetningu tölulegra gagna
  • Þekking og reynsla af samningagerð
  • Leiðtogahæfni, farsæl reynsla af stjórnun, mannaforráðum og framúrskarandi samstarfs- og samskiptahæfni
  • Framsýni, metnaður, frumkvæði og skipulagshæfileikar
  • Færni til tjáningar í ræðu og riti á íslensku og ensku
Fríðindi í starfi
  • Vinnutímastytting
  • Sveigjanlegur vinnutími
  • Íþrótta- og tómstundarstyrkur

 

Auglýsing stofnuð10. júní 2024
Umsóknarfrestur10. júlí 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hafnargata 2, 730 Reyðarfjörður
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar