Gallup
Gallup

Gallup - Spennandi alþjóðlegt verkefni

Gallup leitar að öflugum hlutastarfsmönnum fyrir alþjóðlegt verkefni sem unnið er fyrir Alþjóðabankann. Verkefnið er tímabundið og á að klárast í desember 2024. Starfið felur í sér að safna gögnum með viðtölum við stjórnendur fyrirtækja. Viðtalið er staðlað þar sem fylgt er spurningalista sem búið er að staðfæra fyrir Ísland.

Um sveigjanlegt starf er að ræða með góðum tekjumöguleikum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Geta tekið að sér verkefni milli kl. 9 og 16, a.m.k. einhverja virka daga innan mánaðar
  • Öflun gagna með viðtölum við stjórnendur á staðnum eða í gegnum netið (teams/zoom)
  • Samskipti við verkefnastjóra verkefnisins
  • Námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði, greitt er sérstaklega fyrir námskeiðið
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Hafa náð 20 ára aldri
  • Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði
  • Góð íslenskufærni
  • Þekking á viðskiptahugtökum er kostur
  • Geta komið sér sjálf(ur) til og frá þeim stöðum þar sem könnunin fer fram hverju sinni
  • Samviskusemi
  • Snyrtimennska
Auglýsing birt23. október 2024
Umsóknarfrestur31. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar