Gallup
Starfsfólk Gallup býr yfir áratuga reynslu og þekkingu á sviði rannsókna sem gerir því kleift að velja þær rannsóknaraðferðir sem best eiga við hverju sinni.
Með eigin vöruþróun og samvinnu við erlend rannsóknarfyrirtæki getum við boðið staðlaðar eða sérhannaðar lausnir fyrir fyrirtæki og hagsmunasamtök af öllum stærðum og gerðum. Allar byggjast þessar lausnir á viðurkenndum rannsóknaraðferðum.
Starfsfólk Gallup leggur metnað sinn í að skilja umhverfi viðskiptavina sinna og veita þeim innsýn í hlutina, sem er grunnurinn að árangursríkum ákvörðunum.
Gallup fékk opinbera ISO vottun í júní 2004 og tekur ISO 9001 gæðastaðallinn til allrar starfsemi Gallup. Gallup leggur mikið upp úr trúnaði og öruggri meðferð persónuupplýsinga. Í allri framsetningu á niðurstöðum er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstakra svarenda. Allir starfsmenn hafa skrifað undir trúnaðar- og þagnareið, sem á jafnt við gagnvart svarendum og viðskiptavinum. Við störfum einnig eftir ströngum siðareglum sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja ESOMAR. Við virðum þau lög sem Persónuvernd starfar eftir og setur um geymslu og meðferð persónuupplýsinga og tilkynnum Persónuvernd um þær kannanir sem lög kveða á um.
Gallup - Spennandi alþjóðlegt verkefni
Gallup leitar að öflugum hlutastarfsmönnum fyrir alþjóðlegt verkefni sem unnið er fyrir Alþjóðabankann. Verkefnið er tímabundið og á að klárast í desember 2024. Starfið felur í sér að safna gögnum með viðtölum við stjórnendur fyrirtækja. Viðtalið er staðlað þar sem fylgt er spurningalista sem búið er að staðfæra fyrir Ísland.
Um sveigjanlegt starf er að ræða með góðum tekjumöguleikum.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Geta tekið að sér verkefni milli kl. 9 og 16, a.m.k. einhverja virka daga innan mánaðar
- Öflun gagna með viðtölum við stjórnendur á staðnum eða í gegnum netið (teams/zoom)
- Samskipti við verkefnastjóra verkefnisins
- Námskeið þar sem farið er yfir helstu atriði, greitt er sérstaklega fyrir námskeiðið
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hafa náð 20 ára aldri
- Háskólamenntun er kostur en ekki skilyrði
- Góð íslenskufærni
- Þekking á viðskiptahugtökum er kostur
- Geta komið sér sjálf(ur) til og frá þeim stöðum þar sem könnunin fer fram hverju sinni
- Samviskusemi
- Snyrtimennska
Auglýsing birt23. október 2024
Umsóknarfrestur31. október 2024
Tungumálahæfni
Enska
Mjög góðNauðsyn
Íslenska
Mjög góðNauðsyn
Staðsetning
Suðurlandsbraut 6, 108 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)
Hefur þú brennandi áhuga á vöruþróun og verkefnastýringu?
Arion banki
Hagfræðingur
Seðlabanki Íslands
Sérfræðingur í fjárhagsendurskoðun í Reykjavík
RÍKISENDURSKOÐUN
Sérfræðingur í fjárhagsendurskoðun á Akureyri
RÍKISENDURSKOÐUN
Corporate Development Analyst
Embla Medical | Össur
Viltu vera hluti af góðri liðsheild ?
Faxaflóahafnir sf.
Umbreytingarstjóri
Míla hf
Markaðsstjóri Nettó
Samkaup
Reikningsskil og endurskoðun - Stykkishólmur
KPMG á Íslandi
Sérfræðingur á sviði fjármála og greininga
Sjúkratryggingar Íslands
Aðalbókari - Tæknilegur bókari
Sessor
Fjármálastjóri Húnabyggðar
Húnabyggð