Sjúkratryggingar Íslands
Sjúkratryggingar Íslands

Leiðandi sérfræðingur á Samningasviði

Vilt þú vinna í spennandi og síbreytilegu umhverfi þar sem þú tekur þátt í að þróa og efla íslenska heilbrigðisþjónustu?

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa starf sérfræðings á Samningasviði. Samningateymi stofnunarinnar semur um kaup á heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins, s.s. um þjónustu heilsugæslustöðva, sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólks, öldrunarþjónustu, sjúkraflutninga og hjálpartækja. Verkefni teymisins eru bæði ögrandi og spennandi og krefjast þess að geta unnið sjálfstætt sem og í teymum ásamt því að geta þrifist undir álagi á erilsömum dögum.

Sjúkratryggingar er lykilstofnun í íslensku heilbrigðiskerfi. Við tryggjum réttindi sjúkratryggðra og aðgengi að góðri og hagkvæmri heilbrigðisþjónustu með það markmið að leiðarljósi að vernda heilbrigði og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu óháð efnahag.

Helstu verkefni og ábyrgð

Í starfinu felst að vera í forsvari við samningagerð og bera leiðandi hlutverk í samningaviðræðum. Starfið felur einnig í sér frumathuganir vegna nýrrar þjónustu, setu í samstarfsnefndum vegna tiltekinna samninga og þátttöku í úttektum á samningum.

  • Samstarf við samningsaðila og stofnanir
  • Úrvinnsla upplýsinga tengdum samningum
  • Kostnaðarmat, mat á umfangi og kostnaðargreining samninga
  • Mat á árangri og framkvæmd samninga
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af stjórnun og stýringu verkefna 
  • Reynsla af opinberum innkaupum er kostur
  • Reynsla af því að leiða samningaviðræður er kostur
  • Reynsla af störfum innan heilbrigðisþjónustu er kostur 
  • Mjög gott vald á íslensku í mæltu og rituðu máli
  • Gott vald á ensku í mæltu og rituðu máli
  • Frumkvæði, metnaður og geta til að vinna undir miklu álagi
  • Góð samskipta- og aðlögunarhæfni og lausnarmiðað hugarfar
  • Geta til að starfa bæði sjálfstætt og í hópi
Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur28. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Vínlandsleið 16, 113 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Mannleg samskiptiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamningagerðPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.Vinna undir álagi
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar