Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið
Dómsmálaráðuneytið

Nefndarmaður kærunefndar útlendingamála

Dómsmálaráðuneytið auglýsir lausa til umsóknar stöðu nefndarmanns kærunefndar útlendingamála.

Kærunefnd útlendingamála er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem úrskurðar í málum sem til hennar eru kærð á grundvelli 7. gr. laga um útlendinga nr. 80/2016.

Helstu verkefni og ábyrgð

Nefndarmaður sinnir ásamt formanni og varaformanni innra starfi nefndarinnar svo sem gerð verklagsreglna, undirbúningi úrskurða nefndarinnar og þróun starfseminnar í þágu gæða og skilvirkni. Nefndarmaður úrskurðar einn í tilteknum tegundum mála samkvæmt lögum um útlendinga. Nefndarmaður skal hafa starfið að aðalstarfi. Um frekara hlutverk kærunefndar útlendingamála vísast til ákvæða í lögum um útlendinga. 

Menntunar- og hæfniskröfur

Umsækjendur skulu uppfylla skilyrði um embættisgengi héraðsdómara og hafa góða þekkingu á þeim sviðum sem fjallað er um í nefndinni, þar á meðal stjórnsýslurétti og mannréttindum. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af því að úrskurða í málum innan stjórnsýslunnar. Viðkomandi skal búa yfir framúrskarandi samskipta- og skipulagsfærni og hafa mjög gott vald á íslenskri tungu. Góð þekking á ensku er nauðsynleg og þekking á einu norðurlandamáli er æskileg. 

Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur30. október 2024
Staðsetning
Skúlagata 17, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar