Menningar- og viðskiptaráðuneytið
Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Sérfræðingur hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu

Menningar- og viðskiptaráðuneytið auglýsir starf lögfræðings á skrifstofu viðskipta og ferðamála laust til umsóknar. Skrifstofan fer með málefni viðskipta- og atvinnulífs, samkeppnismál, neytendamál, ferðamál, félagarétt, ríkisaðstoð, endurskoðendur, ársreikninga, erlendar fjárfestingar, verslun og þjónustu, fasteignasala, staðla, faggildingu o.fl. Lögfræðingur heyrir undir skrifstofustjóra.

Leitað er að einstaklingi sem er jákvæður og reiðubúinn til að takast á við krefjandi verkefni, er góður í mannlegum samskiptum, nákvæmur, skipulagður og sjálfstæður í vinnubrögðum.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Lögfræðileg ráðgjöf um einstök verkefni skrifstofunnar, einkum á sviði félagaréttar og viðskiptamála.
  • Gerð stjórnsýsluúrskurða og undirbúningur ákvarðana um lögfræðileg málefni.
  • Aðkoma að samningu lagafrumvarpa, reglugerða og samninga.
  • Aðkoma að innleiðingu EES gerða á málefnasviði skrifstofunnar.
  • Almenn stjórnsýslustörf.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Embættis- eða meistarapróf í lögfræði.
  • Þekking og/eða starfsreynsla á sviði félagaréttar eða almennra viðskiptamála er æskilega.
  • Þekking og reynsla af störfum innan stjórnsýslunnar er kostur.
  • Starfsreynsla þar sem reynt hefur á gerð stjórnsýsluúrskurða og frumvarpasmíð er kostur.
  • Góð almenn tölvufærni og þekking á Office365 umhverfinu.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta og hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, ábyrgð, jákvæðni og þjónustulund.
Auglýsing birt7. október 2024
Umsóknarfrestur17. október 2024
Tungumálahæfni
EnskaEnskaMjög góð
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
Staðsetning
Hafnarstræti 5, 101 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar