Deloitte
Deloitte
Deloitte

Deloitte leitar að ráðgjafa í áhugaverð verkefni

Deloitte er stærsta ráðgjafar- og endurskoðunarfyrirtæki heims, með um 457.000 starfsmenn í yfir 150 löndum. Hjá Deloitte á Íslandi starfa um 360 starfsmenn, allt sérfræðingar á sínum sviðum, þar á meðal við endurskoðun, tækniráðgjöf, fjármálaráðgjöf, áhætturáðgjöf, skatta- og lögfræðiráðgjöf og viðskiptalausnir.

Deloitte leitar að jákvæðum, drífandi og metnaðarfullum liðsfélaga til að bætast í hóp öflugra ráðgjafa Deloitte. Starfið felur í sér að taka þátt í þeim fjölbreyttu verkefnum sem unnin eru undir stjórn reyndari sérfræðinga.

Um teymið

Teymið okkar samanstendur af reynslumiklum sérfræðingum með fjölbreyttan bakgrunn og reynslu. Við vinnum saman sem ein heild og eigum í góðu samstarfi við aðra sérfræðinga Deloitte, bæði innanlands og erlendis.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið hentar vel þeim sem eru að koma nýir út á vinnumarkað eftir nám og vilja byggja upp öflugan starfsferil með aðstoð reyndari sérfræðinga. 

Dæmi um verkefni eru úttektir á eftirlitsþáttum upplýsingakerfa, áhættumat, greining á fylgni við lög og reglur tengt öryggi og rekstri upplýsingakerfa og fjölbreytt ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði innra eftirlits og verkferla. 

 

Starfsþróun þín 

Við trúum því að það er ávallt rými til að læra. Það kann enginn allt frá fyrsta degi. Þú færð viðeigandi þjálfun og munt vaxa með teymunum okkar. Þú lærir mikið á þeim fjölbreyttu verkefnum sem þú tekur að þér hjá viðskiptavinum í ólíkum geirum, þú fylgist vel með á þínu fagsviði og við að sama skapi viljum styðja við þinn vöxt með símenntunartækifærum.   

Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. viðskiptafræði, tölvunarfræði, verkfræði eða sambærileg menntun 

  • Greiningarhæfni 

  • Mjög góð samskiptafærni og vilji til samvinnu og að stuðla að góðum starfsanda 

  • Fagmennska, sjálfstæð og vönduð vinnubrögð  

  • Þekking á upplýsingatækni kostur 

  • Viðeigandi reynsla sem nýtist í starfi kostur 

  • Gott vald á íslensku og ensku, bæði töluðu og rituðu máli 

Auglýsing birt10. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMjög góð
EnskaEnskaMjög góð
Staðsetning
Dalvegur 30, 201 Kópavogur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar