Eldsneytisafgreiðslan EAK ehf.
Eldsneytisafgreiðslan EAK ehf.

Gæða- og öryggisstjóri

Eldsneytisafgreiðslan á Keflavíkurflugvelli (EAK ehf) óskar eftir að ráða gæða og öryggisstjóra. Leitað er að metnaðarfullum aðila með góða þekkingu og reynslu í gæða- og öryggismálum. Gæða- og öryggisstjóri heyrir beint undir framkvæmdastjóra félagsins og er starfsstöð félagsins á Keflavíkurflugvelli.

Gæða- og öryggisstjóri ber ábyrgð á að gæða,- öryggis- og umhverfisstefna EAK ehf sé uppfyllt í starfsemi félagsins og að starfað sé eftir samþykktum verklagsreglum félagsins.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Ábyrgð á gæða- og öryggismálum EAK ehf.
  • Ábyrgð og innleiðing á verklagsreglum fyrir starfsemi félagsins.
  • Móttaka á opinberum og öðrum eftirlitsmönnum á sínu starfssviði og bregðast við athugasemdum þeirra.
  • Ábyrgð innra eftirliti með gæða- öryggis og umhverfismálum félagsins.
  • Ábyrgð á að starfsmenn félagsins séu upplýstir um stefnur og áherslur félagsins í gæða- og öryggismálum.
  • Ábyrgð á að menntun starfsmanna félagsins sé samkvæmt opinberum kröfum hverju sinni og að endurmenntun sé til staðar þegar þess er krafist.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi á sviði verkfræði eða tæknifræði
  • Góð þekking á gæða- og öryggismálum
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Drifkraftur og frumkvæði
  • Framúrskarandi samskiptahæfni
  • Gott vald á íslensku og ensku
Auglýsing stofnuð19. júní 2024
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaMeðalhæfni
Staðsetning
Fálkavöllur 3, 235 Reykjanesbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar