Frístundaleiðbeinandi í Lindaskóla
Lindaskóli óskar eftir að ráða frístundaleiðbeinanda fyrir skólaárið 2024-2025
Í Lindaskóla er starfræk frístundin Demantabær fyrir börn í 1. - 4. bekk. Lindaskóli er heildstæður grunnskóli með um 440 nemendur í 1. - 10. bekk og um 150 börn eru í frístundinni hvert ár. Góður starfsandi ríkir bæði í skóla og frístund og hefur mikil og góð samvinna verið milli skólans og heimila í nærumhverfinu. Gildi skólans eru vinátta, virðing og viska.
Vinnutími í frístund er eftir hádegi og eru 30-45% stöður í boði.
Helstu verkefni og ábyrgð:
- Skipulagning á faglegu frístundastarfi fyrir 6-10 ára börn
- Leiðbeina börnum í leik og starfi
- Samráð og samvinna við börn og starfsfólk
- Samskipti og samstarf við foreldra, starfsfólk skóla og aðra sem koma að starfi frístundaheimilisins
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Áhugi og ánægja af starfi með börnum
- Dugnaður, jákvæðni og ábyrgðarkennd
- Færni í mannlegum samskiptum og samstarfi
- Frumkvæði og sköpunargleði
- Góð íslenskukunnátta
- Menntun sem nýtist í starfi æskileg en ekki nauðsynleg
Athugið að starfsmenn þurfa að hafa náð 18 ára aldri.
Frekari upplýsingar:
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Kópavogs.
Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að gefa heimild til að afla upplýsinga úr sakaskrá.
Upplýsingar um starfið gefur Kristín Lillý Kjærnested forstöðumaður frístundar Lindaskóla. kristinlk@kopavogur.is. s. 8919319