Kársnesskóli
Kársnesskóli
Kársnesskóli

Skemmtilegt starf í góðum félagsskap

Kársnesskóli óskar eftir hressum og skemmtilegum frístundaleiðbeinendum til að vinna með flottu krökkunum okkar í Vinahóli

Kársnesskóli er heildstæður grunnskóli í vesturbæ Kópavogs. Í skólanum eru um 670 nemendur í 1. til 10. bekk og 100 starfsmenn og þar ríkir góður starfsandi. Við skólann er starfrækt frístund fyrir börn í 1. til 4. bekk. Frístundin Vinahóll starfar í anda stefnu Kópavogsbæjar um málefni frístundastarfs og klúbbastarfs en þar er lögð áhersla á að hver einstaklingur fái að njóta sín og þroskast í umhverfi sem einkennist af hlýju, öryggi og virðingu. Gildi skólans eru virðing, þekking, ábyrgð og ánægja. Vinnutími getur hentað fólki sem er í námi.

Ráðningarhlutfall og tími

  • Ráðningartími er eftir samkomulagi.
  • 25 - 45% starf frá kl. 13.00 - 16.30 virka daga.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Reynsla og áhugi á starfi með börnum
  • Góð íslenskukunnátta skilyrði
  • Þolinmæði og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Viðkomandi þarf að vera skipulagður, sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
  • Stundvísi og áreiðanleiki er skilyrði
  • Framhaldskólamenntun eða önnur menntun sem nýtist í starfi æskileg

Frekari upplýsingar

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Upplýsingar gefa Natalia Irena, forstöðumaður Vinahóls í síma 441- 4634 og Heimir Eyvindarson í síma 4414621

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst

Bent er á að samkvæmt lögum verða umsækjendur að skila inn sakavottorði.

Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar við ráðningu í starfið.

Eingöngu er hægt að sækja um starfið í gegnum ráðningavef Alfreðs.

Auglýsing birt5. nóvember 2024
Umsóknarfrestur24. nóvember 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Kársnesskóli Kópavogsbraut 57
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.StundvísiPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Hentugt fyrir
Starfsgreinar
Starfsmerkingar