
Öryggismiðstöðin
Öryggismiðstöðin er framsækið þjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreyttar lausnir og þjónustu í öryggis- og velferðartækni, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Hjá Öryggismiðstöðinni starfar öflugur hópur sérfræðinga sem býr yfir brennandi áhuga, faglegri þekkingu og mikilli reynslu af þjónustu við viðskiptavini. Við leggjum ríka áherslu og metnað í gæði ráðgjafar við val á lausnum. Hornsteinar þjónustu okkar er gífurlega öflug tækniþjónusta ásamt rekstri vaktmiðstöðvar til móttöku viðvörunarboða og útkallsþjónusta öryggisvarða allan sólarhringinn, alla daga ársins.
Við leggjum áherslu á vandaða og persónulega þjónustu með gildi fyrirtækisins að leiðarljósi, forystu, umhyggju og traust.
Heiti fyrirtæksins í Fyrirtækjaskrá er Öryggismiðstöð Íslands hf. Kennitala félagsins er 410995-3369.

Framtíðarstarf á Lager Öryggismiðstöðvarinnar
Öryggismiðstöð Íslands leitar að jákvæðum, drífandi og áreiðanlegum einstaklingi til að gangast til liðs við öflugt og samhent teymi í vöruhúsi fyrirtækisins. Um er að ræða fullt starf í dagvinnu alla virka daga á traustum og metnaðarfullum vinnustað.
Við leitum að einstaklingi sem er skipulagður, með góða þjónustulund og er tilbúinn til að takast á við fjölbreytt verkefni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Móttaka og frágangur á vörum
- Vöruafgreiðsla til innri og ytri viðskiptavina
- Samskipti við viðskiptavini
- Umsjón og umhirða með vöruhúsi
- Vörutalningar og skráningar
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Reynsla af lagerstörfum er kostur
- Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
- Heiðarleiki og stundvísi
- Rík þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
- Þekking/reynsla Navision/Business Central kostur
- Lyftarapróf er kostur
- Góð íslenskukunnátta og hæfni í ensku
- Hreint sakavottorð er skilyrðu
Umsóknarfrestur er til og með 16. apríl 2025. Með umsókn skal fylgja ferilskrá. Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál. Nánari upplýsingar um starfið veitir Einar Helgi Ragnarsson, deildarstjóri Fjármála- og rekstrarsviðs í gegnum netfangið [email protected].
Auglýsing birt3. apríl 2025
Umsóknarfrestur16. apríl 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Askalind 1, 201 Kópavogur
Starfstegund
Hæfni
Lyftarapróf
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (5)

Sérfræðingur í sprinklerkerfum
Öryggismiðstöðin

Join Our Aviation Security Team at Keflavík Airport - Summerjob
Öryggismiðstöðin

Öryggisverðir í hafnarþjónustu - Hlutastarf í sumar
Öryggismiðstöðin

Rafvirki í úttektir á neyðar- og leiðarlýsingum
Öryggismiðstöðin

Öryggisvörður í sumarstarf í Reykjanesbæ
Öryggismiðstöðin
Sambærileg störf (12)

Starfsmaður í útkeyrslu og lager
Autoparts.is

Sumarstarf á lager
Heilsa

Starfsmaður í vöruhúsi Keflavík
DHL Express Iceland ehf

Sumarstarf - Móttaka og umpökkun Lyfja
Heilsa

Starf á lager
Fastus

Akureyri: Verkstjóri timbursölu
Húsasmiðjan

Verslunarstjóri - Kjörbúðin Skagaströnd
Kjörbúðin

Starfsmaður í innkaupadeild
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS)

Warehouse Employee – Full-Time (Keflavík Airport)
SSP Iceland

Starfsmaður á lager *Sumarstarf*
Petmark ehf

Starf á lager í ELKO Lindum
ELKO

OK leitar að starfsmanni á lager
OK