Voltus
Voltus

Framkvæmdastjóri

Viltu leiða metnaðarfullt fyrirtæki í vexti og hafa raunveruleg áhrif á framtíð þess?
Við leitum að öflugum og framsýnum framkvæmdastjóra sem vill taka virkan þátt í uppbyggingu, stefnumótun og daglegri stjórnun félagsins.

Þetta er krefjandi og spennandi lykilhlutverk fyrir einstakling með sterka leiðtogahæfni, rekstrarlegt innsæi og brennandi áhuga á að byggja upp árangursríkt og þjónustumiðað fyrirtæki.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á daglegri stjórnun og framtíðarþróunar Voltus. Starfið felur í sér mótun stefnu, eftirfylgni með markmiðum, fjárhagslega ábyrgð og forystu öflugs og samhents teymis. Lögð er áhersla á fagleg vinnubrögð, skilvirka ferla, framúrskarandi þjónustu og stöðugar umbætur.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Yfirstjórn daglegs reksturs og starfsemi fyrirtækisins.
  • Mótun og eftirfylgni með stefnu, markmiðum og rekstraráætlunum.
  • Ábyrgð á fjárhagslegum rekstri, kostnaðareftirliti og arðsemi.
  • Efling þjónustugæða og ánægju viðskiptavina.
  • Eftirfylgni með útskuldun og nýtingu starfsfólks í þjónustudeild.
  • Tryggja að allir ferlar innan fyrirtækisins séu skilgreindir og þeim sé fylgt.
  • Mannauðsstjórnun, þ.m.t. ráðningar, starfsþróun og árangursstjórnun.
  • Samskipti við helstu hagsmunaaðila, viðskiptavini og samstarfsaðila.
  • Greining tækifæra til vaxtar, nýrra verkefna og umbóta.
  • Tryggja að starfsemi sé í samræmi við lög, reglur og gæðastaðla.
  • Annað sem til fellur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi, t.d. á sviði viðskiptafræði, rekstrar, verkfræði eða sambærilegu.
  • Reynsla af æðstu stjórnunarstörfum, helst í rekstri þjónustu- eða heildsölufyrirtækja.
  • Traust reynsla af fjárhagslegri ábyrgð, áætlanagerð og kostnaðareftirliti.
  • Skýr og öflug leiðtogahæfni með fókus á árangur, ábyrgð og samvinnu.
  • Reynsla af mannauðsstjórnun, þar á meðal ráðningum, frammistöðustjórnun og starfsþróun.
  • Geta til að byggja upp skilvirk teymi og jákvæða vinnustaðamenningu.
  • Sterk greiningarhæfni og geta til að taka upplýstar og gagnadrifnar ákvarðanir.
  • Skilningur á þjónustugæðum, þjónustustigi og ánægju viðskiptavina.
  • Framsýn hugsun og hæfni til að greina tækifæri til vaxtar og nýrra verkefna.
  • Skipulögð vinnubrögð og sterk ábyrgðartilfinning.
  • Góð almenn tölvukunnátta.
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur7. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Bugðufljót 11, 270 Mosfellsbær
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar