
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS)
Húsnæðis-og mannvirkjastofnun hefur umsjón með stjórnsýsluverkefnum á sviði húsnæðismála, fasteigna, mannvirkjamála, rafmagnsöryggismála og mála er varða byggingarvörur og brunavarnir.
Stofnuninni er ætlað að stuðla að því að jafnvægi ríki á húsnæðismarkaði, m.a. með húsnæðisstuðningi, lánveitingum, rannsóknum, upplýsingagjöf, áætlanagerð og eftirliti. Einnig skal stofnunin leitast við að tryggja að almenningur hafi aðgang að öruggu og vistvænu húsnæði á viðráðanlegu verði og í samræmi við þarfir hvers og eins, óháð efnahag og búsetu, þannig að almenningur hafi raunverulegt val um búsetuform.
Stofnunin gegnir jafnframt samræmingarhlutverki, sinnir samstarfi við sveitarfélög um stjórnsýslu húsnæðis-og mannvirkjamála og stuðlar að fyrirsjáanleika, skilvirkni og gæðum mannvirkjagerðar. Húsnæðis-og mannvirkjastofnun annast umsýslu Húsnæðissjóðs. Starfsstöðvar stofnunarinnar eru í Reykjavík, Akureyri og á Sauðárkróki og eru starfsmenn 160 talsins.

Öflugur bókari óskast til HMS
Vilt þú starfa á nútímalegum vinnustað sem ber ábyrgð á fjölbreyttum málaflokkum á sviði húsnæðismála, fasteignamarkaði og mannvirkjamála?
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) leitar að metnaðarfullum bókara í fjármálateymi HMS, sem þrífst vel í umhverfi árangurs, framþróunar, góðra samskipta og skilvirkrar þjónustu.
HMS býður starfsfólki upp á árangursdrifinn vinnustað með skýr markmið, stefnu og gildi sem hjálpa okkur að vinna saman og ná lengra.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Færsla kostnaðarbókhalds og innlestur rafrænna reikninga
- Annast bókunarstýringar rafrænna reikninga
- Eftirfylgni við uppáskriftaraðila vegna reikninga
- Bókanir greiðslukorta/innkaupakorta
- Samskipti birgja og viðskiptamenn vegna reikninga
- Afstemmingar lánardrottna, viðskiptamanna og bankareikninga
- Annast gerð sölureikninga og innheimtu þeirra í bókhaldskerfi
- Afleysingar annarra verkefna innan teymisins
- Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
- Hagnýtt nám og/eða reynsla sem nýtist í starfi
- Þekking eða reynsla á sviði kostnaðarbókhalds
- Góð almenn tölvukunnátta, þ.m.t. færni í Excel og bókhaldskerfum. Þekking á Orra er kostur
- Frumkvæði, drifkraftur, sjálfstæði og vönduð vinnubrögð
- Góð samskipta- og samstarfshæfni, jákvætt og lausnamiðað viðhorf
- Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur16. febrúar 2026
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
Staðsetning
Borgartún 21, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Sambærileg störf (12)

Framkvæmdastjóri
Voltus

Sérfræðingur á fjármálasviði
LSR - Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Ráðgjafi einstaklinga - Norðurturn
Íslandsbanki

Corporate Finance Coordinator | Embla Medical
Embla Medical | Össur

Innkaupasérfræðingur - Fjármálasvið
Hafnarfjarðarbær

Bókari - Flügger Iceland
Flügger Litir

Reyndur bókari óskast
Bakland - endurskoðun og ráðgjöf ehf.

Bókari
Landsnet hf.

Bókari
Eignamiðlun

Spennandi störf við skatteftirlit
Skatturinn

Deildarstjóri á fjármála- og greiningarsviði
Fjarðabyggð

Viðskiptafræðingur - Bókari
&Pálsson