Landsnet hf.
Landsnet hf.
Landsnet hf.

Verkefnastjóri stafrænna kerfa

Við leitum að liðsfélaga til að styrkja teymi sérfræðinga í hönnun og rekstri stjórn- og varnarbúnaðar í tengivirkjum Landsnets. Um er að ræða nýtt hlutverk með megináherslu á verkefnastjórnun, samhæfingu og yfirsýn yfir innleiðingu stafrænnar tækni í stjórn- og varnarbúnað raforkuflutningskerfisins.

Þú yrðir hluti af teymi sem vinnur að því að tryggja öruggan, áreiðanlegan og framtíðarhæfan rekstur flutningskerfis raforku. Verkefnin spanna bæði rekstur og þróun – allt frá innleiðingu nýrrar tækni til umbóta á núverandi kerfum. Verkefnastjóri stafrænna kerfa styður þessa vegferð með skýru verkefnaflæði, markvissri samhæfingu og tekur þátt í verkefnum sem hafa raunveruleg áhrif á samfélagið og stuðlar að markvissri nýtingu stafrænna lausna í orkuflutningi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Halda utan um verkefnaskrá teymis og tryggja skýra forgangsröðun verkefna.
  • Skipuleggja, samræma og fylgja eftir verkefnum tengdum þróun, innleiðingu og rekstri stjórn- og varnarbúnaðar.
  • Tryggja yfirsýn yfir stöðu verkefna, framvindu, áhættu og afhendingar.
  • Vinna náið með teymi og hagaðilum að skilvirkri framkvæmd verkefna.
  • Styðja við umbótaverkefni, þróun verklags og samræmd vinnubrögð.
  • Tryggja að verkefni séu unnin með tilliti til öryggis, gæða og rekstraröryggis.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun á sviði verkefnastjórnunar. Marktæk starfsreynsla getur vegið upp á móti formlegri menntun.
  • Geta til að setja ramma um forgangsröðun, styðja við sameiginlega sýn og halda utan um verkefnaflæði í samstarfi við sérfræðinga.
  • Þekking á Agile verkefnastjórnun er kostur.
  • Reynsla af  tæknilegu og/eða rekstrarlegu umhverfi er kostur.
  • Góð tölvukunnátta og samskiptahæfni.
Fríðindi í starfi
  • Tækifæri til að taka þátt í samfélagslega mikilvægum verkefnum og móta framtíð raforkuflutnings á Íslandi.
  • Gott vinnuumhverfi þar sem áhersla er lögð á fagmennsku, samstarf og stöðuga þróun.
  • Góð aðstaða á vinnustaðnum, m.a. líkamsrækt og mötuneyti.
  • Samstarf við fjölbreytt, þekkingarmikið og áhugasamt starfsfólk.
Auglýsing birt30. janúar 2026
Umsóknarfrestur15. febrúar 2026
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Meðalhæfni
Staðsetning
Rangárvellir 150130, 603 Akureyri
Miðás 7C, 700 Egilsstaðir
Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar