
EFLA hf
EFLA er leiðandi þekkingarfyrirtæki sem veitir fjölbreytta þjónustu á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni.
Starfsfólk samstæðunnar er um 600 talsins á Íslandi og erlendis. EFLA er með svæðisskrifstofur víðsvegar um landið og dótturfélög erlendis.
EFLA leggur mikla áherslu á að bjóða upp á nærþjónustu um allt land og starfrækir öflugar starfsstöðvar á landsbyggðinni þar sem um fjórðungur starfsfólks starfar. Við bjóðum störf óháð staðsetningu svo starfsfólk geti búið í sinni heimabyggð hvar sem er á landinu, unnið í spennandi verkefnum og tilheyrt öflugum teymum. Við bjóðum upp á afbragðs starfsumhverfi, sveigjanlegan vinnutíma og góðan starfsanda.
Öll starfsemi EFLU byggir á teymishugsun þar sem samvinna, þátttaka og samábyrgð í sterkri liðsheild eru grundvallaratriði. Gildi EFLU eru hugrekki, samvinna og traust og leggjum við mikið upp úr því að fá til liðs við okkur kraftmikið, jákvætt og metnaðarfullt starfsfólk sem skarar fram úr á sínu sviði.
EFLA er jafnlaunavottað fyrirtæki og hefur unnið frumkvöðlastarf í sjálfbærum rekstri

Forritun stjórnkerfa
EFLA leitar að áhugasömum og metnaðarfullum sérfræðingi í hönnun stjórnkerfa. Um er að ræða starf á iðnaðarsviði EFLU í fagteymi Stjórnkerfa. Í starfinu fengir þú tækifæri til að starfa í samhentu teymi reyndra sérfræðinga sem saman vinna að fjölbreyttum og spennandi verkefnum er tengjast hönnun stjórnkerfa í iðnaðarumhverfi og fyrir tæknikerfi bygginga.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Forritun og prófanir á stjórnkerfum fyrir iðnað og byggingar.
- Hönnun og forritun ljósastýringa
- Forritun og prófanir hússtjórnarkerfa svo sem Siemens, Honeywell ofl.
- Forritun og prófanir iðnstýrikerfa svo sem Rockwell Automation, Schneider og Siemens
- Efnisval og samþykktir
- Þjónusta við viðskiptavini
- Verkefnastýring
Menntunar- og hæfniskröfur
- Menntun á sviði hátækni-, rafmagns-, eða heilbrigðis-, verk - eða tæknifræði.
- Reynsla af rafmagni og iðnstýringum er kostur
- Áhugi á tækninýjungum er nauðsynleg
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Þjónustulipurð og færni í mannlegum samskiptum
- Góð almenn tölvukunnátta
Fríðindi í starfi
- Góður og hollur matur í hádeginu
- Vellíðunarstyrkur
- Samgöngustyrkur
- Hreyfistyrkur
- Fæðingarstyrkur
- Gleraugnastyrkur
- Símastyrkur
- Símaáskrift og heimatenging
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur16. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Lyngháls 4, 110 Reykjavík
Starfstegund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Verkefnastjóri
HS Veitur hf

Drífandi einstaklingur á rafmagnssviði
Verkfræðistofan Vista ehf

Sviðsstjóri viðskiptaþróunar og greiningar
Vistor

Erum við að leita að verkefnastjóra eins og þér?
Isavia ANS

Rafvirki óskast til starfa
Grundarheimilin

Verkefnastjóri áætlunargerðar
Ístak hf

Sérfræðingur í áhættustýringu
Isavia / Keflavíkurflugvöllur

Medical Writer - Clinical Evaluation
Nox Medical

Device Specialist
DTE

BIM sérfræðingur
Ístak hf

Rafkerfahönnuður hjá TKM hönnun
TKM hönnun ehf.

Framleiðslusérfræðingur í skautsmiðju / Process Engineer in the Rodshop
Alcoa Fjarðaál