
TKM hönnun ehf.
TKM hönnun er verkfræðistofa á rafmagnssviði. Starfsmenn hafa áratuga reynslu af hönnun tæknikerfa í mannvirkjum.

Rafkerfahönnuður hjá TKM hönnun
TKM hönnun leitar að metnaðarfullum aðila í öflugt hönnunarteymi TKM hönnunar. Hér er einstakt tækifæri fyrir áhugasama einstaklinga til að taka þátt í fjölbreyttum og áhugaverðum verkefnum með reyndum sérfræðingum.
TKM hönnun er verkfræðistofa á rafmagnssviði. Starfsmenn hafa áratuga reynslu af hönnun tæknikerfa í mannvirkjum. Sjá nánar á www.tkm.is.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Hönnun rafkerfa í allar gerðir mannvirkja ásamt ráðgjöf.
- Gerð hönnunargagna (teikningar, verklýsingar, magntöflur, kostnaðaráætlanir o.fl.).
- Þátttaka í verk- og hönnunarstjórnun.
- Samskipti við viðskiptavini og samstarfsaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Iðnfræðingur, tæknifræðingur, verkfræðingur eða önnur menntun sem nýtist í starfi.
- Kunnátta í hönnunarforritum eins og AutoCAD og Revit.
- Góð samskiptahæfni og þjónustulund.
- Góð færni í íslensku, bæði í tali og rituðu máli.
Af hverju TKM?
- Áhrif á verkefni frá A–Ö – hér heyrist röddin þín.
- Faglegt en afslappað umhverfi, þekkingarmiðaður vinnustaður og raunhæfur sveigjanleiki.
- Samkeppnishæf kjör, sí- og endurmenntun og búnaður sem nýtist vel í starfi.
- Verkefni sem skila raunverulegum ávinningi fyrir viðskiptavini.
Umsóknarfrestur er til og með 26. nóvember 2025.
Vinsamlegast sendið einnig með umsókn starfsferilskrá.
Nánari upplýsingar veitir Pétur Benediktsson – [email protected].
Auglýsing birt3. nóvember 2025
Umsóknarfrestur26. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaNauðsyn
EnskaNauðsyn
Staðsetning
Tunguháls 8, 110 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar




