HS Veitur hf
HS Veitur hf
HS Veitur hf

Verkefnastjóri

HS Veitur hf. leita að metnaðarfullum og lausnamiðuðum verkefnastjóra til að taka þátt í skipulagningu og framkvæmd fjölbreyttra verkefna fyrirtækisins.

Við leitum að drífandi einstaklingi sem hefur áhuga á að verkefnastýra framkvæmda- og innri umbótaverkefnum með áherslu á breytingarstjórnun. Viðkomandi mun gegna lykilhlutverki í að innleiða verkefnamiðað skipulag hjá fyrirtækinu í samstarfi við sérfræðinga og stjórnendur.

Starfið felur í sér ábyrgð á framgangi verkefna frá hugmynd til verkloka í nánu samstarfi við sérfræðinga, stjórnendur, aðrar deildir. Verktími verkefna getur verið frá nokkrum mánuðum upp í 1–3 ár.

Mikil uppbygging á sér stað á veitusvæðum HS Veitna vegna íbúafjölgunar, atvinnuuppbyggingar og orkuskipta. Þá vinnur fyrirtækið einnig að spennandi innri þróunar- og umbótaverkefnum sem tengjast innleiðingu verkefnamiðaðs skipulags og nýrra vinnubragða.

Við leitum að einstaklingi með framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileika, sem getur tekist á við fjölbreytt og krefjandi verkefni, unnið markvisst undir álagi og leitt verkefnin til árangurs.

Um er að ræða fjölbreytt starf í faglegu og uppbyggilegu starfsumhverfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  •  Verkefnastjórn stórra framkvæmdaverkefna og innri umbótaverkefna.
  • Undirbúningur, skipulagning og framkvæmd verkefna.
  • Mótun verk-, tíma- og kostnaðaráætlana og eftirfylgni með þeim.
  • Samskipti og samhæfing milli sérfræðinga, hönnuða, ráðgjafa, birgja, verktaka og eftirlitsaðila.
  • Tryggja að verkefni séu unnin í samræmi við gæðakerfi, öryggiskröfur og lögbundnar reglur.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Verkfræði-, tæknifræði- eða sambærileg menntun.
  • Reynsla af verkefnastjórnun í verklegum framkvæmdum og/eða hönnunarverkefnum.
  • Reynsla af breytingastjórnun
  • Góð færni í verkáætlun, kostnaðarstýringu, eftirfylgni og upplýsingagjöf.
  • Vottun eða menntun í verkefnastjórnun (t.d. PMP, Prince2 eða sambærilegt) er kostur.
  • Skipulagsfærni og hæfni til að leiða og samhæfa ólíka aðila.
  • Frumkvæði, þjónustulund og sjálfstæði í starfi.
  • Jákvætt, uppbyggilegt og lausnamiðað viðhorf.
  • Gott vald á íslensku og ensku.
Auglýsing birt10. nóvember 2025
Umsóknarfrestur24. nóvember 2025
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Framúrskarandi
EnskaEnska
Nauðsyn
Mjög góð
Staðsetning
Brekkustígur 36, 260 Reykjanesbær
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.SkipulagPathCreated with Sketch.TeymisvinnaPathCreated with Sketch.Verkefnastjórnun
Starfsgreinar
Starfsmerkingar