Áslaug og NPA Miðstöðin
Áslaug og NPA Miðstöðin
Áslaug og NPA Miðstöðin

Fötluð kona leitar að aðstoðarkonu

Ég heiti Áslaug og er fötluð kona með NPA samning við Reykjavíkurborg. Ég er að leita að aðstoðarkonu í fullt starf sem getur hafið störf frá og með 1. apríl 2025 (ónei, þetta er ekki aprílgabb!).

Laun eru greidd skv, kjarasamningi Reykjavíkurborgar og NPA Miðstöðvar við Eflingu.

Helstu verkefni og ábyrgð

Starfið byggist á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Ég er fötluð kona sem bý á eign heimili, stunda háskólanám, félagsstörf og er hundamamma. En til þess þarf ég aðstoð. Aðstoðarkona er augu mín og eyru þar sem ég er með samþ. sjón- og heyrnarskerðingu, hjálpar mér á milli staða enda er ég hreyfihömluð og aðstoðar við ýmislegt annað sem ég þarf hjálp við í daglegu lífi.

Menntunar- og hæfniskröfur

Ekki er gerð krafa um menntun, einungis ökuréttindi. Góðir kostir í fari aðstoðarkonu eru t.d. dugnaður, samskiptafærni og vilji til að prófa og læra nýja hluti.

Auglýsing birt5. febrúar 2025
Umsóknarfrestur19. mars 2025
Tungumálahæfni
Engar sérstakar tungumálakröfur
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar