Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið
Reykjavíkurborg - Velferðarsvið

Deildarstjóri á íbúðarkjarna fyrir geðfatlaða í Laugardal

Norðurmiðstöð leitar að deildarstjóra í 100% stöðu í dagvinnu á íbúðakjarnann Hallgerðargötu 1A. Unnið er samkvæmt hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf. Megin hlutverk íbúðakjarnans er að styðja, valdefla og veita íbúum aðstoð til að eiga sjálfstætt og innihaldsríkt líf, innan sem utan heimilis með því að auka samfélagsþátttöku líkt og með atvinnu, njóta menningar og félagslífs. Á staðnum ríkir góður starfsandi, þar sem lögð er áhersla á gott vinnuumhverfi, heilsueflingu og sveigjanleika í starfi.

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Umsjón með framkvæmd og skipulagi þjónustu, daglegum störfum starfsfólks og forgangsröðun verkefna í samráði við forstöðumann.
  • Þátttaka í teymisvinnu ásamt þróun og nýsköpun í þjónustu.
  • Gerð einstaklingsáætlana í samráði við íbúa og forstöðumann.
  • Sinnir umönnun og hefur yfirsýn yfir þá þjónustu sem íbúar eru að fá.
  • Samstarf við stofnanir, aðstandendur og aðra hagsmunaaðila.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Háskólamenntun sem nýtist í starfi á sviði heilbrigðis, mennta- eða félagsvísinda.
  • Reynsla af starfi með fötluðum einstaklingum.
  • Áhugi á málefnum geðfatlaðs fólks.
  • Reynsla af stjórnun æskileg.
  • Góð tölvukunnátta.
  • Þjónustulund, sjálfstæði í vinnubrögðum, skipulagshæfni, frumkvæði og sveigjanleiki í starfi.
  • Íslenskukunnátta B1-2 (samkvæmt samevrópskum matsramma um tungumálaviðmið). ETM Sjálfsmatsrammi (coe.int)
  • Hreint sakavottorð í samræmi við lög og reglur Reykjavíkurborgar.
Fríðindi í starfi
  • Stytting vinnuvikunnar
  • Heilsu – og samgöngustyrkur
  • Menningarkort Reykjavíkurborgar
  • Matur innifalinn á vöktum
  • Sundkort
Auglýsing birt15. október 2024
Umsóknarfrestur21. október 2024
Tungumálahæfni
ÍslenskaÍslenskaFramúrskarandi
Staðsetning
Borgartún 12-14, 105 Reykjavík
Starfstegund
Starfsgreinar
Starfsmerkingar