

Afgreiðslustjóri
Bílaleiga Akureyrar óskar eftir afgreiðslustjóra á Reykjavíkurflugvelli. Afgreiðslustjóri ber ábyrgð á útleigum og skilum bílaleigubíla á Reykjavíkurflugvelli, sem og að tryggja framboð bíla á vellinum. Afgreiðslustjóri tryggir góða ásýnd og þjónustu á starfsstöð og veitir samstarfsfólki góða leiðsögn. Afgreiðslustjóri heyrir undir stöðvarstjóra á starfsstöð bílaleigunnar við Njarðargötu þar sem hann starfar samhliða því að bera ábyrgð á starfseminni á flugvellinum.
Þínar þarfir - Okkar þjónusta er okkar slagorð og því leitum við að einstaklingi með framúrskarandi þjónustulund.
Vinnutími er kl. 8:00-17:00 virka daga.
- Þjónusta við viðskiptavini, útleiga og móttaka á bílum
- Upplýsingagjöf, sala og ráðgjöf til viðskiptavina
- Tryggja framboð bíla á flugvelli
- Ferjanir á bílum
- Fjölbreytt tilfallandi verkefni
- Reynsla af þjónustustörfum
- Sjálfstæð vinnubrögð og frumkvæði
- Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
- Góð almenn tölvukunnátta
- Bílpróf
- Íslensku- og enskukunnátta
Höldur ehf. var stofnað árið 1974 og rekur Bílaleigu Akureyrar, stærstu bílaleigu landsins með um 8.000 bíla flota. Bílafloti leigunnar er bæði stór og fjölbreyttur og hefur fyrirtækið verið leiðandi í kaupum á umhverfisvænum bílum.
Bílaleiga Akureyrar er fyrsta íslenska bílaleigan til að sérhæfa sig í langtímaleigu til fyrirtækja og einstaklinga. Umfang bílaflotans gerir okkur kleift að bjóða upp á fjölbreytta bíla til langtímaleigu og þannig brugðist við ólíkum þörfum viðskiptavina okkar.
Höldur kappkostar að vera framúrskarandi vinnustaður þar sem umhyggja er borin fyrir sérhverjum starfsmanni. Með áherslu á gleði, jafnrétti, gott starfsumhverfi, starfsþróun og góða fyrirtækjamenningu er skapaður eftirsóknarverður vinnustaður.













