
MAX1 | VÉLALAND
MAX1 I VÉLALAND veitir dekkja- og verkstæðisþjónustu fyrir flest allar tegundir bíla og býður upp á margvíslegar rafrænar lausnir við pantanir á þjónustu. MAX1 dregur nafn sitt af því markmiði okkar að klára hvern verkþátt á innan við klukkustund eftir að við hefjumst handa.
Áhersla er ávallt lögð á að þjónusta viðskiptavini okkar á framúrskarandi hátt á öllum sviðum og eru öll verkstæði MAX1 I VÉLALAND aðilar að Bílgreinasambandinu.
Samstarfsaðilar okkar eru fjölmargir, dekkin koma frá finnska dekkjaframleiðandanum Nokian, smurolíurnar frá Olís, rafgeymarnir frá Exide, þurrkublöðin frá Trico og varahlutir koma ýmist beint að utan, frá bílaumboðum eða ýmsum birgjum innanlands.
Hjá MAX1 I VÉLALAND starfa vel þjálfaðir og reynslumiklir starfsmenn á starfsstöðvum sem geta veitt bílaþjónustu um allt höfuðborgarsvæðið.

Sölu- og þjónustufulltrúi /sumarstarf
Max1/Vélaland óskar eftir að ráða sölu- og þjónustufulltrúa í þjónustumóttöku á starfsstöð sína að Dalshrauni 5 í Hafnarfirði frá 2.6.2025-14.08.2025.
Max1/Vélaland býður uppá margvíslega bifreiðaþjónustu, alhliða bílaviðgerðir ásamt hraðþjónustu eins og dekk, smur, rafgeymaskipti, bremsuviðgerðir og demparaviðgerðir.
Metnaðarfull stjórnun
- Fyrirmyndarfyrirtæki Creditinfo
- Fyrirmyndarfyrirtæki í starfsnámi Nemastofu 2025
- Moodup - Vinnustaður í fremstu röð 2024
- Jafnlaunavottað fyrirtæki
- Brautryðjandi í styttingu vinnutíma
Helstu verkefni og ábyrgð
- Sinna alhliða móttökustörfum
- Bóka tíma fyrir tæki á verkstæði
- Selja vöru og þjónustu
- Vinna verðáætlun/tilboð
- Fylgja eftir þjónustubeiðnum og eiga regluleg samskipti við viðskiptavini
- Fylgja eftir útistandandi sölupöntunum
- Undirbúa komu tækis á verkstæði
- Skrifa út reikninga
- Leigja út bílaleigubíla og sinna daglegri umsýslu þeirra
Menntunar- og hæfniskröfur
- Stúdentspróf eða iðnmenntun sem nýtist í starfi
- Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfileikar
- Snyrtimennska og stundvísi
- Heiðarleg, áreiðanleg og vönduð vinnubrögð
- Færni í notkun upplýsingakerfa Windows, reynsla í CRM/Navision/Dynamics er kostur
- Góð íslensku - og enskukunnátta
- Gilt bílpróf
- Hreint sakavottorð
Fríðindi í starfi
Fjölbreytt fríðindi skv. mannauðsstefnu Brimborgar
- Niðurgreiddur hádegismatur
- Afsláttur af vinnu og þjónustu fyrirtækisins
- Árlegur íþrótta- og heilsustyrkur
Auglýsing birt28. maí 2025
Umsóknarfrestur10. júní 2025
Tungumálahæfni

Nauðsyn

Nauðsyn
Staðsetning
Dalshraun 5, 220 Hafnarfjörður
Starfstegund
Hæfni
BílvélaviðgerðirFrumkvæðiHeiðarleikiHjólbarðaþjónustaHreint sakavottorðJákvæðniÖkuréttindiSamskipti í símaSamskipti með tölvupóstiSmurþjónustaStundvísiÞjónustulund
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar
Fleiri störf (1)
Sambærileg störf (12)

Við leitum að öflugum þjónustubílstjóra
Íslenska gámafélagið

N1 - Reykjanesbær
N1

Afgreiðslufulltrúi / Customer service
Happy Campers

Kaffihúsastarf
Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf

Söluráðgjafi
Innviðir EHF

Sölu- og þjónustufulltrúi
Ísorka

Góð störf í boði í Olís Borgarnesi frá 1. júní - 31. ágúst
Olís ehf.

Afgreiðsla/Grillari
Holtanesti

Verslunarstjóri á Akureyri!
Ísbúð Huppu

Local Kringlan full starf
Local

Söluráðgjafi í álgluggum
BYKO

Sölufulltrúi hjá Epli Smáralind (hlutastarf)
Skakkiturn ehf