Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf
Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf
Elding Hvalaskoðun Reykjavík ehf

Kaffihúsastarf

Viltu upplifa töfra Viðeyjar í sumar og vinna í einu elsta og sögufrægasta húsi landsins?

Við hjá Eldingu leitum að jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingi sem hefur brennandi áhuga á mat og gestrisni til að slást í hópinn okkar á kaffihúsinu í Viðeyjarstofu í sumar. Þetta er einstakt tækifæri fyrir þá sem vilja vinna á sögulegum stað, umvafin náttúrufegurð og kyrrð – aðeins stutta sjóleið frá miðborg Reykjavíkur!

Hvað bíður þín?

  • Lífgandi og fjölbreytt vaktavinna í 2-2-3 vaktakerfi – enginn dagur er eins!

  • Þú munt taka á móti gestum af öllum þjóðernum, bjóða upp á ljúffengar veitingar og skapa ógleymanlega upplifun í hjarta Viðeyjar.

  • Við leitum að þjónustulunduðum og ábyrgum einstaklingi sem getur hafið störf sem allra fyrst.

Hvers vegna Elding?

Elding Hvalaskoðun er leiðandi fyrirtæki í náttúruskoðun á sjó og leggur ríka áherslu á umhverfisvernd og sjálfbærni. Við bjóðum upp á frábæran starfsanda, fjölbreytt tækifæri til starfsþróunar og öflugt starfsmannafélag sem heldur reglulega viðburði og veitir ýmis fríðindi. Við erum stoltur samstarfsaðili Reykjavik Pride og tökum vel á móti fólki af öllum kynjum og uppruna.

Er þetta eitthvað fyrir þig?

Ef þú ert þjónustulundaður, áreiðanlegur, vilt upplifa einstakt sumar í náttúruparadís og orðin 20 ára þá viljum við heyra frá þér!

Sækja um

Sendu umsókn í gegnum umsóknarvef Alfreðs. Fyrir nánari upplýsingar, hafðu samband við Björgu Sigmundsdóttur, upplifunar- og innkaupastjóra, á netfangið [email protected].

Helstu verkefni og ábyrgð
  • Sala á veitingum til gesta sem sækja Viðey
  • Þjónusta við gesti
  • Léttur undirbúningur á veitingum
  • Að halda eldhúsi og rými gesta hreinu og snyrtilegu
  • Að geta haft yfirsýn með birgðum og gert pantanir í samvinnu við innkaupastjóra
  • Opna og loka staðnum
  • Bera ábyrgð á uppgjöri
  • Upplýsingagjöf um svæðið 
  • Önnur tilfallandi verkefni
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Rík þjónustulund
  • Vera fær um að skipuleggja vinnu sína og forgangsraða
  • Hafa frumkvæði og vera sjálfstæð/-ur í starfi
  • Góð íslensku- og enskukunnátta, önnur tungumál kostur
  • Samviskusemi, stundvísi og vandvirkni
  • Þolinmæði og þrautseigja
  • Lausnamiðuð hugsun
  • Góð aðlögunarhæfni
  • Góð samskiptahæfni
Auglýsing birt27. maí 2025
UmsóknarfresturEnginn
Tungumálahæfni
EnskaEnska
Nauðsyn
Meðalhæfni
ÍslenskaÍslenska
Nauðsyn
Grunnfærni
Staðsetning
Viðey , 104 Reykjavík
Starfstegund
Hæfni
PathCreated with Sketch.FrumkvæðiPathCreated with Sketch.MetnaðurPathCreated with Sketch.SamviskusemiPathCreated with Sketch.Sjálfstæð vinnubrögðPathCreated with Sketch.SölumennskaPathCreated with Sketch.VandvirkniPathCreated with Sketch.ÞjónustulundPathCreated with Sketch.Þolinmæði
Vinnuumhverfi
Starfsgreinar
Starfsmerkingar